Viðskipti

Kröfu Gunnars Andersen hafnað

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Gunnars Þ Andersen, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirltisins, um að lagt yrði fyrir saksóknara að afla upplýsinga um gögn og viðskipti Landsbanka Íslands hf. við eignarhaldsfélagið Bogamanninn. Bogamaðurinn var félag í eigu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns.

Viðskipti innlent

Viðskiptafræðinemi við HÍ náði bestri ávöxtun allra

Bjarni Kolbeinsson, nemi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, hefur ávaxtað spilapeninga sína best þátttakenda í Ávöxtunarleiknum til þessa og tók hann við verðlaunum sínum sem hástökkvari októbermánaðar í húsakynnum Kauphallar Íslands í dag. Bjarni fékk að launum nýjan i pad frá epli.is.

Viðskipti innlent

Samherji hagnaðist um 8,8 milljarða króna

Útgerðarfyrirtækið Samherji hagnaðist um 8,8 milljarða króna á síðasta ári, að meðtalinni afkomu dótturfélaga, en það er besta afkoma í sögu félagsins. Um 60 prósent af starfsemi fyrirtækisins, og dótturfélaga þessa, er utan Íslands en Samherji er með starfsemi í ellefu löndum og gera dótturfélög þess upp í 8 mismunandi gjaldmiðlum.

Viðskipti innlent

Stórum bönkum gert að styrkja lausafjárstöðu sína

Fjórir stórir alþjóðlegir bankar, Citigroup, HSBC, Deutsche Bank og JP Morgan, þurfa að fara varlega á næstu misserum og halda sterkri lausafjárstöðu, samkvæmt skilyrðum sem eftirlitstofnanir hafa sett bönkunum. Frá þessu var greint á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC í morgun.

Viðskipti erlent

Berjast saman gegn verðtryggingunni

Stjórn stéttarfélagsins Framsýnar í Þingeyjarsýslum samþykkti í gærkvöldi að standa heilshugar við bakið á Verkalýðsfélagi Akraness, sem ætlar að láta reyna á það fyrir dómstólum, hvort verðtrygging hér á landi standist lög. Framsýn ætlar að styrkja Skagmenn með fjárframlagi og skorar á önnur aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands að gera slíkt hið sama.

Viðskipti innlent

Sagði frá niðurfellingu kauprétta

Forstjóri Eimskips greindi formanni VR frá því að til stæði að fella niður kauprétti stjórnenda fyrirtækisins áður en hlutafjárútboði lauk. Fjármálaeftirlitið rannsakar hvort allir bjóðendur hafi setið við sama borð.

Viðskipti innlent

Björn mótmælir öllum frávísunarástæðum

Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá embætti sérstaks saksóknara, mótmælir öllum þeim atriðum sem ákærðu í Al-Thani málinu leggja til grundvallar kröfu sinn um að málinu skuli vísað frá. Hann segir að samtals hafi komið frá aðskild tíu atriði sem ákærðu telja að eigi að leiða til frávísunar. "Það hlýtur að vera met,“ sagði Björn áður en hann hóf að flytja mál sitt, þar sem frávísunarkröfu ákærðu er mótmælt.

Viðskipti innlent

FME óskaði eftir gögnum varðandi útboð Eimskips

Fjármálaeftirlitið óskaði í vikunni eftir gögnum varðandi hlutafjárútboð Eimskips. Á vef Viðskiptablaðsins kemur fram að starfsmenn Fjármálaeftirlitsins fengu meðal annars afrit af smáskilaboðum og öðrum samskiptum nokkurra starfsmanna Íslandsbanka og Straums fjárfestingarbanka við utanaðkomandi aðila í tenglsum við fjárútboð Eimskips.

Viðskipti innlent

Vanhæfur í Glitnismáli

Héraðsdómarinn Þórður S. Gunnarsson lýsti sig í gær vanhæfan til að dæma í 6,5 milljarða skaðabótamáli slitastjórnar Glitnis gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Lárusi Welding, fyrrverandi bankastjóra, og allri stjórn bankans sem sat í desember 2007.

Viðskipti innlent

Samruna Watson og Actavis formlega lokið

Lyfjafyrirtækið Watson hefur tilkynnt að kaupunum á Actavis sé lokið. Hið nýja félag verður þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki heimsins með tekjur upp á um 6 milljarða dollara eða rúmlega 760 milljarða króna.

Viðskipti innlent

Salan hjá Panasonic hrynur - Um 1.200 milljarða tap

Japanski raftækjaframleiðandinn Panasonic glímir nú við mikinn rekstrarvanda, en sala á vörum fyrirtækisins hefur hrunið undanfarin misseri og er gera spár fyrirtækisins, samkvæmt tilkynningu til kauphallar, ráð fyrir um 9,6 milljarða dala tapi á þessu ári, eða sem nemur um 1.200 milljörðum króna.

Viðskipti erlent

Gjafakort gleðja alla

Gjafakort Smáralindar er fullkomin gjöf vinnuveitanda til starfsmanns. "Í Smáralind eru 80 rekstraraðilar. Gjafakortin gefa því fólki færi á að velja sína eigin draumagjöf úr fjölda verslana," segir Guðrún Margrét Örnólfsdóttir, markaðsstjóri Smáralindar.

Kynningar

Einstakar vörur fyrir sælkera

Kokkarnir bjóða upp á mikið úrval af gjafakörfum sem eru bæði staðlaðar og hægt að sérpanta. Þeir laga mikið af vörunum sjálfir en körfurnar eru troðfullar af alls kyns sælkeravörum og eitthvað fyrir alla í þeim.

Kynningar

Lögaðilar skila 118 milljörðum króna í ríkiskassann

Lögaðilar greiðar rúma 118 milljarða króna í skatt í ár, en Ríkisskattstjóri tilkynnti í morgun að álagningu væri lokið. Álagningin nam 104 milljörðum í fyrra og hækkunin nemur því 13,23%. Ofan á þetta kemur viðbót á greiðslu á sérstökum skatti á fjarmálafyrirtæki sem nemur um 2,2 milljörðum króna. Samkvæmt gögnunum frá Ríkisskattstjóra nema greiðslur vegna tryggingagjalds 69 milljörðum króna og tekjuskatts 45 milljörðum króna.

Viðskipti innlent

Hughrif Hörpu

Láttu fara vel um þig í miðborg Reykjavíkur, upplifðu kvöld með Sinfóníuhljómsveit Íslands eða Íslensku óperunni og kynntu þér Hörpu.

Kynningar

Of margir bankastarfsmenn á Íslandi

Þrátt fyrir að Íslendingar vinni meira en nágrannar þeirra í öðrum löndum skilar það sér ekki í meiri lífsgæðum. Þá eru bankastarfsmenn hér á landi muni fleiri en í nágrannalöndum, að því er segir í nýrri skýrslu um íslenskan efnhag. Styrkja þarf þekkingariðnað og auka framlegð í lykilgreinum.

Viðskipti innlent