Viðskipti innlent

Vanhæfur í Glitnismáli

Þórður S. Gunnarsson
Þórður S. Gunnarsson
Héraðsdómarinn Þórður S. Gunnarsson lýsti sig í gær vanhæfan til að dæma í 6,5 milljarða skaðabótamáli slitastjórnar Glitnis gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Lárusi Welding, fyrrverandi bankastjóra, og allri stjórn bankans sem sat í desember 2007.

Þórður vann álitsgerð fyrir slitastjórnina þegar hún höfðaði mál gegn sjö manns í New York árið 2010 og taldi sig því vanhæfan. Skaðabótamálið nú snýst um 15 milljarða króna lán sem Glitnir veitti Baugi til að taka þátt í hlutafjárútboði FL Group. Ásamt Jóni Ásgeiri og Lárusi er sjö stefnt: Þorsteini M. Jónssyni, Skarphéðni Berg Steinarssyni, Pétri Guðmundssyni, Birni Inga Sveinssyni, Hauki Guðjónssyni og Katrínu Pétursdóttur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×