Viðskipti innlent

Viðskiptavinir gefa bankanum einkunn

BBI skrifar
Viðskiptavinir Íslandsbanka í útibúum á Kirkjusandi og Suðurlandsbraut hafa tækifæri til að gefa einkunn fyrir þá þjónustu sem þeim er veitt. Bankinn tók nýverið upp nýtt ábendingakerfi sem gerir þetta mögulegt. Kerfið er nýjung á Íslandi. Það verður fyrst um sinn aðeins notað í tveimur útibúum bankans en ef það gefst vel verður það sett upp í öllum útibúum.

Hingað til hafa viðskiptavinir tekið vel í kerfið og þeir sem gefa bankanum einkunn eru í 90% tilvika ánægðir með þjónustuna sem þeir fá.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, er að vonum ánægð með starfsfólk sitt. „Þessa vikuna höfum við í fyrsta sinn haldið Ofurþjónustuviku innan bankans til að festa góða þjónustumenningu enn betur í sessi. Í vikunni hefur starfsfólk bankans einblínt á að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu. Ofurþjónustuvikan krefst þátttöku allra starfsmanna en það hefur sýnt sig að verkefni af þessu tagi skilja oftar en ekki eftir hegðun sem verður svo hluti af reglulegri þjónustu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×