Björn mótmælir öllum frávísunarástæðum Magnús Halldórsson skrifar 1. nóvember 2012 14:19 Björn Þorvaldsson, saksóknari, sést hér lengst til hægri, í dómsal. Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá embætti sérstaks saksóknara, mótmælir öllum þeim atriðum sem ákærðu í Al-Thani málinu leggja til grundvallar kröfu sinn um að málinu skuli vísað frá. Hann segir að samtals hafi komið fram aðskild tíu atriði sem ákærðu telja að eigi að leiða til frávísunar. „Það hlýtur að vera met," sagði Björn áður en hann hóf að flytja mál sitt, þar sem frávísunarkröfu ákærðu er mótmælt. Ákærðir í málinu eru Hreiðar Már Sigurðsson, fv. forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fv. stjórnarformaður Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fv. forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, og Ólafur Ólafsson, fv. eigandi um 10 prósent hlutafjár í Kaupþingi. Þeir eru ákærðir fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun í tengslum við kaup Sjeik Al-Thani frá Katar á ríflega fimm prósenta hlut í Kaupþingi í september 2008. Björn sagði meðal annars í ræðu sinni, að fráleitt væri að vísa málinu frá á þeim grundvelli að ranglega hefði verið stofnað til embættis sérstaks saksóknara. Þá sagði hann enn fremur að ekki væri hægt að vísa málinu frá á grundvelli mikillar og óvæginnar fjölmiðlaumfjöllunar, eins og gerð væri krafa um. Björn vísaði meðal annars til þess að Hæstiréttur hefði þegar hafnað slíkri ástæðu í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, sem dæmdur var í tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik. Þá sagði Björn að eftirlýsing Sigurðar Einarssonar, á vefsíðu Interpol, er málið var á rannsóknarstigi, hefði byggt á úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um handtökuskipun á hendur Sigurði, sem hefði ekki viljað koma til skýrslutöku nema að uppfylltum skilyrðum, sem ekki hefði verið hægt að fallast á. Þá mótmælti Björn þeim skilningi lögmanns Sigurðar, Gests Jónssonar, að ákæra þyrfti að vera fyrir hendi þegar lýst væri eftir mönnum á vef Interpol. Ef svo væri, og dómur myndi fallast á það, þá ætti það ekki að vera frávísunarástæða, enda léttvægt í málinu heilt á litið, og málið ætti að fá efnislega meðferð. Lögmenn ákærðu, Hörður F. Harðarson hrl., Gestur Jónsson hrl., Ragnar H. Hall hrl., og Karl Axelsson hrl., fluttu mál sitt í morgun, þar sem þeir gerðu grein fyrir þeirri kröfu að málinu skuli vísað frá, en gert er ráð fyrir, samkvæmt dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur, að munnlegum málflutningi vegna frávísunarkröfu ákærðu, ljúki í dag. Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira
Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá embætti sérstaks saksóknara, mótmælir öllum þeim atriðum sem ákærðu í Al-Thani málinu leggja til grundvallar kröfu sinn um að málinu skuli vísað frá. Hann segir að samtals hafi komið fram aðskild tíu atriði sem ákærðu telja að eigi að leiða til frávísunar. „Það hlýtur að vera met," sagði Björn áður en hann hóf að flytja mál sitt, þar sem frávísunarkröfu ákærðu er mótmælt. Ákærðir í málinu eru Hreiðar Már Sigurðsson, fv. forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fv. stjórnarformaður Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fv. forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, og Ólafur Ólafsson, fv. eigandi um 10 prósent hlutafjár í Kaupþingi. Þeir eru ákærðir fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun í tengslum við kaup Sjeik Al-Thani frá Katar á ríflega fimm prósenta hlut í Kaupþingi í september 2008. Björn sagði meðal annars í ræðu sinni, að fráleitt væri að vísa málinu frá á þeim grundvelli að ranglega hefði verið stofnað til embættis sérstaks saksóknara. Þá sagði hann enn fremur að ekki væri hægt að vísa málinu frá á grundvelli mikillar og óvæginnar fjölmiðlaumfjöllunar, eins og gerð væri krafa um. Björn vísaði meðal annars til þess að Hæstiréttur hefði þegar hafnað slíkri ástæðu í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, sem dæmdur var í tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik. Þá sagði Björn að eftirlýsing Sigurðar Einarssonar, á vefsíðu Interpol, er málið var á rannsóknarstigi, hefði byggt á úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um handtökuskipun á hendur Sigurði, sem hefði ekki viljað koma til skýrslutöku nema að uppfylltum skilyrðum, sem ekki hefði verið hægt að fallast á. Þá mótmælti Björn þeim skilningi lögmanns Sigurðar, Gests Jónssonar, að ákæra þyrfti að vera fyrir hendi þegar lýst væri eftir mönnum á vef Interpol. Ef svo væri, og dómur myndi fallast á það, þá ætti það ekki að vera frávísunarástæða, enda léttvægt í málinu heilt á litið, og málið ætti að fá efnislega meðferð. Lögmenn ákærðu, Hörður F. Harðarson hrl., Gestur Jónsson hrl., Ragnar H. Hall hrl., og Karl Axelsson hrl., fluttu mál sitt í morgun, þar sem þeir gerðu grein fyrir þeirri kröfu að málinu skuli vísað frá, en gert er ráð fyrir, samkvæmt dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur, að munnlegum málflutningi vegna frávísunarkröfu ákærðu, ljúki í dag.
Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira