Viðskipti innlent

Kröfu Gunnars Andersen hafnað

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Gunnars Þ Andersen, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirltisins, um að lagt yrði fyrir saksóknara að afla upplýsinga um gögn og viðskipti Landsbanka Íslands hf. við eignarhaldsfélagið Bogamanninn. Bogamaðurinn var félag í eigu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns.

Gunnar Þ. Andersen sætir ákæru fyrir brot á trúnaðarskyldu fyrir að hafa beðið mann um að nálgast gögn úr Landsbankanum og koma þeim til Inga Freys Vilhjálmssonar, blaðmanns DV. Auk Gunnars er starfsmaður Landsbankans ákærður í málinu. Við fyrirtöku krafðist verjandi Gunnars þess að upplýsinga um Bogamanninn yrði aflað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×