Viðskipti innlent

Hvergi fleiri bankastarfsmenn en hér á landi

Magnús Halldórsson skrifar

Þrátt fyrir að endurreista íslenska bankakerfið sé það minnsta á Norðurlöndum eru hlutfallslega hvergi fleiri bankastarfsmenn. Meira en þrefalt fleiri bankastarfsmenn eru hér á landi á hverja þúsund íbúa heldur en í Svíþjóð.

Bankakerfið íslenska var samanburði við landsframleiðslu eitt það stærsta í heimi, á árunum fyrir hrun fjármálakerfisins í október 2008. Hið endurreista kerfi, byggt á grunni innlendra eigna þeirra gömlu, er gjörólíkt því gamla, en það er ríflega fimm sinnum minna, eða sem nemur ríflega tvöfaldri árlegri landsframleiðslu Íslands, sé mið tekið af efnahagsreikningum bankanna.

Íslenska bankakerfið er nú hið minnsta á Norðurlöndum, og sem dæmi má nefna er það næstum tvöfalt minna en danska bankakerfið, sem er ríflega fjórfallt stærra en sem nemur árlegri landsframleiðslu í Danmörku.

Í skýrslu sem alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið McKinsey & Company kynnti um Ísland, í gær, er farið ofan í saumana á íslenska bankakerfinu. Í skýrslunni kemur fram að þrátt fyrir að bankakerfið sé mun minna en á hinum Norðurlöndunum er starfsmannafjöldinn hvergi meiri hlutfallslega. Þannig eru 10,3 bankastarfsmenn á hverja þúsund íbúa hér á landi, á meðan fjöldinn er miklu lægri í öðrum Norðurlöndunum, eða að meðaltali ríflega fimm starfsmenn.

Í Danmörku eru 6,9 bankastarfsmen á hverja þúsund íbúa, 4,8 í Finnlandi, og í Noregi 4,2.

Í Svíþjóð eru þrír bankastarfsmenn á hverja þúsund íbúa, samanborið við ríflega 10 hér, þrátt fyrir að sænska bankakerfið sé hlutfallslega mun stærra en það íslenska.

Íslenska bankakerfið er nú 218 prósent af árlegri landsframleiðslu, 432 prósent í Danmörku, 266 í Finnlandi, 251 í Noregi og 295 í Svíþjóð, að því er fram kemur í skýrslu McKinsey.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
2,05
15
153.714
ORIGO
1,37
3
3.230
ICEAIR
1,28
14
75.005
MAREL
0,72
13
102.384
ARION
0,63
6
350.347

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
-1,73
1
149
FESTI
-0,62
1
5.186
EIK
-0,54
4
41.860
REITIR
-0,46
4
137.870
REGINN
-0,44
2
22.725
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.