Viðskipti innlent

Samherji hagnaðist um 8,8 milljarða króna

Magnús Halldórsson skrifar
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og einn stærsti eigandi fyrirtækisins.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og einn stærsti eigandi fyrirtækisins.
Útgerðarfyrirtækið Samherji hagnaðist um 8,8 milljarða króna á síðasta ári, að meðtalinni afkomu dótturfélaga, en það er besta afkoma í sögu félagsins. Um 60 prósent af starfsemi fyrirtækisins, og dótturfélaga þessa, er utan Íslands en Samherji er með starfsemi í ellefu löndum og gera dótturfélög þess upp í 8 mismunandi gjaldmiðlum.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Samherji hefur birt á vefsíðu sinni.

Í henni segir að fyrirtækið hefur ekki fengið neina leiðréttingu á lánum eða niðurfellingu á skuldum frá neinni fjármálamálastofnun. Þá er segir að Samherji greiði næst hæst opinber gjöld af öllum fyrirtækjum á Íslandi, sé tekið tillit til veiðigjalda.

Í tilkynningu frá Samherja koma eftirfarandi upplýsingar fram, um rekstur fyrirtækisins í fyrra.

„Hagnaður ársins nam 8,8 milljörðum króna. Um er að ræða bestu afkomu í sögu samstæðunnar.

Hagnaður Samherja og dótturfélaga fyrir skatta var 11 milljarðar króna.

Rúm 60% af starfsemi Samherja er erlendis.

Félög samstæðunnar starfa í 11 löndum og gera upp í 8 mismunandi gjaldmiðlum.

Öll erlend dótturfélög samstæðunnar eru skattlögð í ríkjum Evrópusambandsins eða Kanada.

Í níu af þeim tíu löndum sem erlend dótturfélög Samherja starfa er reksturinn fjármagnaður hjá erlendum fjármálastofnunum.

Samherji hefur hvorki fengið niðurfellingu né endurútreikning á nokkru láni hjá íslenskum fjármálastofnunum.

Samherji er næst hæsta fyrirtækið í hópi greiðanda opinberra gjalda á Íslandi, sé tekið tillit til veiðigjalds sem ekki er inni í tölum Ríkisskattstjóra um álagningu opinberra gjalda.

Ekki kom til þess einn einasta dag á árinu 2011 að Atvinnutryggingasjóður þyrfti að greiða einhverjum af 350 starfsmönnum í landvinnslu félagsins á Eyjafjarðarsvæðinu laun vegna hráefnisskorts."

Sjá má vefsíðu Samherja hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×