Viðskipti innlent

Fá fjórar nýjar vélar til landsins

Airbus Þessi vél er ein af þeim fyrstu sem Wow Air fékk til landsins. Hún er af sömu gerð og nýju vélarnar, Airbus A320.
Airbus Þessi vél er ein af þeim fyrstu sem Wow Air fékk til landsins. Hún er af sömu gerð og nýju vélarnar, Airbus A320.
Wow Air ætlar að taka fjórar nýlegar Airbus A320-flugvélar í notkun fyrir næsta vor. Fyrsta vélin er komin til landsins.

Vélarnar koma til landsins í gegnum Avion Express, sem hefur verið flugrekandi fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur því ekki skipt um flugrekanda eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær.

Skúli Mogensen, forstjóri og aðaleigandi Wow Air, segir í fréttatilkynningu að eftir yfirtökuna á Iceland Express fyrr í mánuðinum sé verið að stórauka leiðakerfi og tíðni ferða.

Að því er fram kemur í tilkynningu Wow eru nýju Airbus-vélarnar mun sparneytnari en eldri vélar félagsins og menga einnig umtalsvert minna.

Þá ætlar fyrirtækið að efna til hönnunarsamkeppni um hvernig nýju vélarnar eiga að vera merktar.

Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur öllu starfsfólki Iceland Express verið sagt upp störfum. Einhverjir af starfsmönnum á skrifstofu verða endurráðnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×