Viðskipti innlent

Berjast saman gegn verðtryggingunni

GS skrifar
Aðalsteinn Baldursson er formaður Framsýnar.
Aðalsteinn Baldursson er formaður Framsýnar.
Stjórn stéttarfélagsins Framsýnar í Þingeyjarsýslum samþykkti í gærkvöldi að standa heilshugar við bakið á Verkalýðsfélagi Akraness, sem ætlar að láta reyna á það fyrir dómstólum, hvort verðtrygging hér á landi standist lög. Framsýn ætlar að styrkja Skagmenn með fjárframlagi og skorar á önnur aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands að gera slíkt hið sama.

Að mati Framsýnar er það miskunnarlaust óréttlæti að varpa allri ábyrgð verðtryggingarinnar á skuldug heimili í landinu, á meðan lánveitendur eru tryggðir í bak og fyrir, segir í samþykkt Framsýnar.-






Fleiri fréttir

Sjá meira


×