Of margir bankastarfsmenn á Íslandi Magnús Halldórsson skrifar 30. október 2012 21:27 Þrátt fyrir að Íslendingar vinni meira en nágrannar þeirra í öðrum löndum skilar það sér ekki í meiri lífsgæðum. Þá eru bankastarfsmenn hér á landi muni fleiri en í nágrannalöndum, að því er segir í nýrri skýrslu um íslenskan efnhag. Styrkja þarf þekkingariðnað og auka framlegð í lykilgreinum. Ráðgjafafyrirtækið McKinsey hefur unnið að ítarlegri úttekt á íslensku hagkerfinu, og var hún formlega kynnt á nítjándu hæð turnsins á Höfðatorgi í dag. Meginniðurstöður skýrslunnar eru reyndar margþættar en tekið er þó sérstaklega út að hér á landi væri 20% minni framleiðni en í nágrannalöndum, þrátt fyri að við værum að vinna meira þá myndum við framleiða minna og græða minna. Sagt er mikilvægt að styrkja umgjörð fyrir þekkingariðnað ýmis konar, svo sem nýsköpun og þjónustu, með það að markmiði að hagvöxturinn framtíðarinnar byggji á þessari stoð. Fjallað er ítarlega um ýmsar hliðar hagkerfisins, þar á meðal bankakerfið. Íslenska bankakerfið er nú, eftir hraða minnkun við hrunið, með minnsta bankakerfi Norðurlanda, en það er tæplega tvöfalt minna en það danska miðað við landsframleiðslu. Þrátt fyrir það er starfsmannafjöldi á hverja þúsund íbúa í bankakerfinu langsamlega mestur hér á landi, en ríflega þrefalt fleiri vinna í bönkum hér hlutfallslega heldur en í Svíþjóð, svo dæmi sé tekið. Svipaða sögu er að segja af smásölugeiranum, en fermetrafjöldi á hvern íbúa er næstum tvöfalt meiri hér en að meðtali á Norðurlöndunum. Atli Knútsson, starfsmaður hjá McKinsey í Danmörku, segist vonast til þess að skýrslan, sem fyrirtækið vann upp á sitt einsdæmi og ekki gegn greiðslu frá neinum, verði vonandi gott innlegg í umræðu um framtíðarsýn efnahagsmála. „Það er alveg klárt að ef að Ísland á að ná svona góðri hreyfingu á efnahagslífið þá þarf breiðari samstöðu um svona kjarnamál. Þetta er okkar innlegg inn í það. En ég held það sé líka þannig að aðrir þurfi að taka boltann áfram," segir Atli Knútsson, ráðgjafi hjá McKinsey. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Þrátt fyrir að Íslendingar vinni meira en nágrannar þeirra í öðrum löndum skilar það sér ekki í meiri lífsgæðum. Þá eru bankastarfsmenn hér á landi muni fleiri en í nágrannalöndum, að því er segir í nýrri skýrslu um íslenskan efnhag. Styrkja þarf þekkingariðnað og auka framlegð í lykilgreinum. Ráðgjafafyrirtækið McKinsey hefur unnið að ítarlegri úttekt á íslensku hagkerfinu, og var hún formlega kynnt á nítjándu hæð turnsins á Höfðatorgi í dag. Meginniðurstöður skýrslunnar eru reyndar margþættar en tekið er þó sérstaklega út að hér á landi væri 20% minni framleiðni en í nágrannalöndum, þrátt fyri að við værum að vinna meira þá myndum við framleiða minna og græða minna. Sagt er mikilvægt að styrkja umgjörð fyrir þekkingariðnað ýmis konar, svo sem nýsköpun og þjónustu, með það að markmiði að hagvöxturinn framtíðarinnar byggji á þessari stoð. Fjallað er ítarlega um ýmsar hliðar hagkerfisins, þar á meðal bankakerfið. Íslenska bankakerfið er nú, eftir hraða minnkun við hrunið, með minnsta bankakerfi Norðurlanda, en það er tæplega tvöfalt minna en það danska miðað við landsframleiðslu. Þrátt fyrir það er starfsmannafjöldi á hverja þúsund íbúa í bankakerfinu langsamlega mestur hér á landi, en ríflega þrefalt fleiri vinna í bönkum hér hlutfallslega heldur en í Svíþjóð, svo dæmi sé tekið. Svipaða sögu er að segja af smásölugeiranum, en fermetrafjöldi á hvern íbúa er næstum tvöfalt meiri hér en að meðtali á Norðurlöndunum. Atli Knútsson, starfsmaður hjá McKinsey í Danmörku, segist vonast til þess að skýrslan, sem fyrirtækið vann upp á sitt einsdæmi og ekki gegn greiðslu frá neinum, verði vonandi gott innlegg í umræðu um framtíðarsýn efnahagsmála. „Það er alveg klárt að ef að Ísland á að ná svona góðri hreyfingu á efnahagslífið þá þarf breiðari samstöðu um svona kjarnamál. Þetta er okkar innlegg inn í það. En ég held það sé líka þannig að aðrir þurfi að taka boltann áfram," segir Atli Knútsson, ráðgjafi hjá McKinsey.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira