Viðskipti innlent

Viðskiptafræðinemi við HÍ náði bestri ávöxtun allra

Magnús Halldórsson skrifar
Bjarni Kolbeinsson, sést hér taka við verðlaunum sínum fyrir bestu ávöxtun í október í Ávöxtunarleiknum, úr hendi Ingibjargar Ingibjargar Ástu Halldórsdóttur, sölu- og markaðsstjóra Keldunnar.
Bjarni Kolbeinsson, sést hér taka við verðlaunum sínum fyrir bestu ávöxtun í október í Ávöxtunarleiknum, úr hendi Ingibjargar Ingibjargar Ástu Halldórsdóttur, sölu- og markaðsstjóra Keldunnar.
Bjarni Kolbeinsson, nemi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, hefur ávaxtað spilapeninga sína best þátttakenda í Ávöxtunarleiknum til þessa og tók hann við verðlaunum sínum sem hástökkvari októbermánaðar í húsakynnum Kauphallar Íslands í dag. Bjarni fékk að launum nýjan i pad frá epli.is.

Bjarni hefur ávaxtað spilapeninga sína um 19 prósent á einum mánuði, sem verður að teljast með nokkrum ólíkindum. „Ég hef keypt og selt að mestu í þremur félögum, Reginn, Icelandair og Högum," segir Bjarni. Hann segist lítið hafa stundað gjaldeyrisviðskipti, en ávöxtun í hinum ýmsu sjóðum hefur að sögn Bjarna gengið vel.

„Þegar ég sá fram á að geta verið með besta ávöxtun í mánuðinum, þá fylgdist ég vel með og reyndi að ná góðri ávöxtun," segir Bjarni.

Þátttakendur í Ávöxtunarleiknum eru vel á fimmta þúsund, en leikurinn er samstarfsverkefni Keldunnar, sem á hann og rekur, Vísis, þar sem innskráning fer fram, VÍB eignastýringarþjónustu Íslandsbanka, OMX Nasdaq kauphallar Íslands, og Libra.

Sjá má Facebook síðu leiksins hér, og innskráningarsíðuna á Vísi hér.

Keppnistímabilið er formlega fram í maí á næsta ári, en sigurvegarinn í leiknum hlýtur ferð fyrir tvo til New York og 200 þúsund krónur í sjóðum VÍB.

Mánaðarlega eru síðan veitt sérstök verðlaun fyrir hástökkvara mánaðarins, þ.e. þann sem ávaxtar spilapeninga sína best í mánuðinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×