Viðskipti innlent

FME óskaði eftir gögnum varðandi útboð Eimskips

JHH skrifar
Stór hlutur í Eimskip var seldur í síðustu viku.
Stór hlutur í Eimskip var seldur í síðustu viku. Mynd/ Stefán.
Fjármálaeftirlitið óskaði í vikunni eftir gögnum varðandi hlutafjárútboð Eimskips. Á vef Viðskiptablaðsins kemur fram að starfsmenn Fjármálaeftirlitsins fengu meðal annars afrit af smáskilaboðum og öðrum samskiptum nokkurra starfsmanna Íslandsbanka og Straums fjárfestingarbanka við utanaðkomandi aðila í tenglsum við fjárútboð Eimskips.

Í vettvangsferð FME var rætt við stjórnendur hjá Íslandsbanka og Straumi og voru öll umbeðin gögn afhent. Íslandsbanki og Pétur Einarsson, forstjóri Straums, staðfestu vettvangsheimsóknir FME í samtali við Viðskiptablaðið.

Eins og fram hefur komið varð mikið fjarðrafok í síðustu viku vegna kaupréttasamninga sex stjórnenda og hættu að minnsta kosti tveir lífeyrissjóðir við kaup. Festa lífeyrissjóður taldi að fjárfestar hafi ekki setið við sama borð og fór fram á rannsókn FME á útboðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×