Viðskipti

Atlantsolía lækkar dísellítrann

Atlantsolía lækkaði í dag verð á díselolíu um tvær krónur á lítrann og kostar hann nú 236 krónur og tíu aura. Fyrir réttu ári kostaði dísellítrinn 255 krónur og fjörutíu aura og hefur hann því lækkað um tuttugu krónur á einu ári.

Viðskipti innlent

Víravél Fjarðaáls verður ekki seld

Alcoa hefur hætt við að selja víravél álversins í Reyðarfirði en virði hennar hleypur á milljörðum króna. Tekjutap álversins vegna orkuskerðingar Landsvirkjunar gæti numið 1,5 milljarði króna. Lá við stórtjóni í vetur.

Viðskipti innlent

Gjaldeyrishöftin draga úr hagvexti og auka líkur á atgervisflótta

Gjaldeyrishöftin kostuðu íslenskt samfélag um 80 milljarða í útflutningstekjur á síðasta ári þegar horft til fyrirtækja innan alþjóðageirans. Hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands segir nauðsynlegt að ríkisstjórnin leggi fljótlega fram trúverðuga áætlun um afnám hafta en að öðrum kosti muni draga úr hagvexti og atgervisflótti aukast.

Viðskipti innlent

Orkuskerðing kostar iðnaðinn milljarða

Alcoa Fjarðaál verður af 1,5 milljarða tekjum vegna orkuskerðingar Landsvirkjunar. Elkem á Grundartanga hefur dregið úr framleiðslu um 30%. Becromal hefur drepið á 10 af 60 vélum. Lág vatnsstaða í lónum gerir Landsvirkjun ómögulegt að afhenda næga orku.

Viðskipti innlent