Viðskipti innlent

Sérstakur saksóknari: Höfum tvö ár til stefnu

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að þunginn í rannsóknum á stórum málum hafi verið á árinu 2010 og 2011. Embættið hafi enn tvö ár til stefnu til að ná markmiðum sínum. Þá hafi tafir á afhendingu gagna frá útlöndum seinkað rannsóknum embættisins.

Viðskipti innlent

Sérstakur saksóknari ekki náð markmiðum sínum

Sérstakur saksóknari stefndi að því að ljúka 27 málum á ári samkvæmt áætlun sem send var stjórnvöldum. Þetta hefur ekki gengið eftir en á síðasta ári var ákært í 7 málum. Þá átti að ákæra í 10 málum í flokknum "stór mál" á árunum 2010-2013 en engin ákæra hefur verið gefin út sem fellur þar undir. Kostnaður embættisins er áætlaður rúmlega fimm milljarðar króna á fimm árum.

Viðskipti innlent

Tekjurnar af Contraband stefna í 7,5 milljarða

Heildartekjurnar af Contraband, mynd Baltasar Kormáks, stefna í 60,8 milljónir dollara eða um 7,5 milljarða króna. Vefsíðan boxoffice.com áætlar að tekjurnar, verði 7,2 milljónir dollara um helgina en áður hafa selst miðar á hana fyrir 53,6 milljónir dollara.

Viðskipti innlent

Verðbólgan aftur á skrið

Tólf mánaða verðbólga er nú 6,5 prósent og hefur ekki mælst hærri síðan í maí 2010. Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í þessum mánuði hækkaði um 0,28 prósentustig í mánuðinum sem er nokkuð umfram væntingar.

Viðskipti innlent

Gift til rannsóknar hjá Sérstökum saksóknara

Embætti sérstaks saksóknara rannsakar nú hvort Gift fjárfestingafélag hafi fengið óeðlilega fyrirgreiðslu hjá Kaupþingi fyrir hrun, en félagið var meðal stærstu hluthafa bankans. Rannsókn starfsmanna endurskoðunarfyrirtækisins PWC er meðal þeirra gagna sem liggja til grundvallar í málinu.

Viðskipti innlent

Hæstiréttur vísar máli Hauks aftur í hérað

Hæstiréttur Íslands ómerkti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Hauki Þór Haraldssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Landsbankanum. Er málinu vísað til héraðsdóms til löglegrar meðferðar. Haukur var ákærður fyrir fjárdrátt á 118 milljónum króna.

Viðskipti innlent

Felur lögmönnum hagsmunagæslu í uppgjöri gjaldmiðlavarnarsamninga

Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur falið lögmönnum hagsmunagæslu vegna ágreinings við slitastjórnir Glitnis banka hf. annars vegar og Kaupþings banka hf. hins vegar vegna uppgjörs gjaldmiðlavarnarsamninga. Í frétt á heimasíðu sjóðsins segir að þrátt fyrir að í rúm þrjú ár hafi verið leitað samkomulags um lausn þessa ágreinings hafi ekki tekist að ná niðurstöðu. "Allra leiða verður leitað, með eða án atbeina dómstóla, til að tryggja best hagsmuni sjóðfélaga,“ segir ennfremur.

Viðskipti innlent

Jón Ólafsson átti að greiða skatt á Íslandi

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest úrskurð ríkisskattstjóra frá desember 2003 um að Jón Ólafsson athafnamaður hafi skattalega heimilisfesti og beri fulla og ótakmarkaða skattskyldu hér á landi í skilningi laga um tekjuskatt. Jón Ólafsson stefndi íslenska ríkinu fyrir héraðsdómi eftir úrskurð ríkisskattstjóra og birti Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurð sinn í dag.

Viðskipti innlent

Bein útsending frá Nexpo-vefverðlaununum

Bein útsending frá Nexpo-vefverðlaununum á efri hæð Sólon við Bankastræti hefst hér á Vísi klukkan 20. Mikil eftirvænting ríkir fyrir afhendingunni en síðustu vikur hefur farið fram kosning meðal almennings hér á Vísi þar sem bárust ríflega 16 þúsund atkvæði.

Viðskipti innlent

Hagar hagnast um 1,9 milljarða

Smásölurisinn Hagar, sem rekur m.a. Bónus og Hagkaup, hagnaðist um tæplega 1,9 milljarða króna frá 1. mars í fyrra fram til 30. nóvember sama, það er til og með þriðja ársfjórðungi reikningsárs félagsins, sem lýkur í lok febrúar nk.

Viðskipti innlent

H&M draumur Íslendinga rætist ekki í bráð

Svo virðist sem H&M draumur Íslendinga rætist ekki í bráð. Eins og Vísir greindi frá í nótt var búið að birta auglýsingaskilti á glugga á Laugavegi, þar sem verslunin Sautján stóð áður, en á rúðunni stóð að til stæði að opna H&M verslun á Íslandi. "Þetta eru gjörningamenn sem eru búnir að festa McDonalds merki á einum stað og H&M á öðrum,“ segir Jakob Frímann Magnússon miðborgarstjóri. Upplýsingadeild H&M í Svíþjóð staðfestir líka í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis að engar fyrirætlanir séu um að opna verslun á Íslandi. Búið var að fjarlægja merkið úr glugganum þegar fréttastofu bar þar að garði í morgun.

Viðskipti innlent

Verðbólgan komin í 6,5%

Ársverðbólgan mælist nú 6,5% og hefur hækkað verulega frá því í desember þegar hún mældist 5,3%. Þessi hækkun er umfram spár sérfræðinga sem gerðu yfirleitt ráð fyrir að hún yrði 6,3%. Aukin verðbólga er einkum keyrð áfram af hækkunum á opinberum gjöldum.

Viðskipti innlent

Boða opnun H&M á Íslandi

Svo virðist vera sem búið sé að ákveða að opna H&M verslanir á Íslandi. Í það minnsta hafði sjónarvottur samband við fréttamann á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis þegar að hann sá nú í kvöld að á Laugavegi, þar sem verslunin 17 var áður, er búið að hengja upp skilti þar sem opnun verslunarinnar er boðuð.

Viðskipti innlent

Arion banki verðlaunar skilvísa

Skilvísir einstaklingar í viðskiptum við Arion banka munu á morgun, föstudaginn 27. janúar, fá sérstakan afslátt af greiðslum síðasta árs vegna lána þeirra hjá bankanum. Upphæð sem nemur afslættinum verður lögð inn á reikning þeirra hjá Arion banka samkvæmt tilkynningu frá bankanum.

Viðskipti innlent

Eygir í málslok hjá Viggó eftir fimm ára rannsókn

Eftir fimm ára rannsókn sér nú loks fyrir endann á máli fyrrverandi framkvæmdastjóra Verðbréfaþjónustu sparisjóðanna (VSP), Viggós Þóris Þórissonar, sem hefur verið ákærður fyrir umboðssvik og tilraun til fjársvika, en aðalmeðferð í máli hans stendur nú yfir.

Viðskipti innlent

Talsverðar aðgangshindranir á dagvörumarkaði

Samkeppniseftirlitið birtir í dag skýrslu sína "Verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði“. Í skýrslunni er varpað ljósi á verðþróun sl. sex ár hjá birgjum og smásölum og lýst þeim aðstæðum sem nýir og smærri smásalar standa frammi fyrir í verðsamkeppni.

Viðskipti innlent