Taldi sig enga heimild hafa til að grípa inn í starfsemi bankanna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 26. janúar 2012 18:57 Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra telur sig enga heimild hafa haft til að grípa inn í starfsemi bankanna í aðdraganda hrunsins. Þá hafi aðgerðir til að flytja bankanna úr landi verið óraunhæfar. Þetta er á meðal þess sem Geir ætlar að nota í vörn sinni þegar málið verður tekið fyrir. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis kom saman í morgun til að fara yfir tillögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að afturkalla ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. Á fundinn mætti meðal annars Sigríður Friðjónsdóttir sem er saksóknari Alþingis sem sækir málið gegn Geir. Á fundinum sagði hún klárt mál að Alþingi geti afturkallað ákæru á hendur Geir H. Haarde. Mikilvægt væri að hraða meðferð tilögunnar eins og kostur er þar sem aðalmeðferð í málinu á að hefjast 5. mars. „Það er náttúrulega ekki svo sem þægilegt að vita kannski ekki alveg hvort að ákærandi í málinu, Alþingi, hvort að það sé meirihluti fyrir því að baki þingsályktuninni um að ákæra í málinu, hvort að það séu breyttar forsendur þar," segir Sigríður Friðjónsdóttir. Verjandi Geirs hefur skilað inn í greinagerð til Landsdóms þar sem farið er yfir vörn Geirs í málinu. Í greinagerðinni sem fréttastofa hefur fengið, og ekki hefur verið birt áður, sést að hún byggist að miklu leyti á að Geir telji sig ekki hafa getað gert neitt í stöðunni. Þannig hafi hann ekki haft lagaheimild til að grípa inn í starfsemi bankanna, sem voru orðnir mjög stórir fyrir efnahagshrunið. Aðgerðir til að minnka efnahagsreikning bankanna hafi verið óraunhæfar. Sömuleiðis aðgerðir til að að flytja bankana úr landi. Þá hafi bankakerfið ekki verið í stórfelldri hættu. Stór hluti málanna hafi heyrt undir annan ráðherra, viðskiptaráðherra, en ekki Geir. Í greinagerðinni kemur einnig fram að flutningur reikninganna yfir í dótturfélög hafi ekki verið á valdi Geirs og að neyðarlögin hafi skilað sínu en þau hafi að verulegu leyti afstýrt hættunni. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd segir óvíst hvenær nefndin afgreiðir málið og hvort það takist áður en aðalmeðferð hefst. „Ég treysti því enn þá ekkert til í að segja neitt til um það mér finnst nú málið verða töluvert flóknara með hverjum deginum sem líður," segir Valgerður Bjarnadóttir. Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Sjá meira
Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra telur sig enga heimild hafa haft til að grípa inn í starfsemi bankanna í aðdraganda hrunsins. Þá hafi aðgerðir til að flytja bankanna úr landi verið óraunhæfar. Þetta er á meðal þess sem Geir ætlar að nota í vörn sinni þegar málið verður tekið fyrir. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis kom saman í morgun til að fara yfir tillögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að afturkalla ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. Á fundinn mætti meðal annars Sigríður Friðjónsdóttir sem er saksóknari Alþingis sem sækir málið gegn Geir. Á fundinum sagði hún klárt mál að Alþingi geti afturkallað ákæru á hendur Geir H. Haarde. Mikilvægt væri að hraða meðferð tilögunnar eins og kostur er þar sem aðalmeðferð í málinu á að hefjast 5. mars. „Það er náttúrulega ekki svo sem þægilegt að vita kannski ekki alveg hvort að ákærandi í málinu, Alþingi, hvort að það sé meirihluti fyrir því að baki þingsályktuninni um að ákæra í málinu, hvort að það séu breyttar forsendur þar," segir Sigríður Friðjónsdóttir. Verjandi Geirs hefur skilað inn í greinagerð til Landsdóms þar sem farið er yfir vörn Geirs í málinu. Í greinagerðinni sem fréttastofa hefur fengið, og ekki hefur verið birt áður, sést að hún byggist að miklu leyti á að Geir telji sig ekki hafa getað gert neitt í stöðunni. Þannig hafi hann ekki haft lagaheimild til að grípa inn í starfsemi bankanna, sem voru orðnir mjög stórir fyrir efnahagshrunið. Aðgerðir til að minnka efnahagsreikning bankanna hafi verið óraunhæfar. Sömuleiðis aðgerðir til að að flytja bankana úr landi. Þá hafi bankakerfið ekki verið í stórfelldri hættu. Stór hluti málanna hafi heyrt undir annan ráðherra, viðskiptaráðherra, en ekki Geir. Í greinagerðinni kemur einnig fram að flutningur reikninganna yfir í dótturfélög hafi ekki verið á valdi Geirs og að neyðarlögin hafi skilað sínu en þau hafi að verulegu leyti afstýrt hættunni. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd segir óvíst hvenær nefndin afgreiðir málið og hvort það takist áður en aðalmeðferð hefst. „Ég treysti því enn þá ekkert til í að segja neitt til um það mér finnst nú málið verða töluvert flóknara með hverjum deginum sem líður," segir Valgerður Bjarnadóttir.
Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Sjá meira