Ferðaþjónustan malar gull og er ein af grunnstoðum hagkerfisins Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. janúar 2012 19:00 Árið 2011 var besta ár í íslenskri ferðaþjónustu frá upphafi á flesta mælikvarða. Met var slegið í komu erlendra ferðamanna til landsins og fjölda gistinátta. Á fjórum dögum í október eyddu ferðamenn hálfum milljarði hér á landi. Þessar upplýsingar koma fram í nýrri skýrslu Landsbankans um ferðaþjónustuna. Ferðaþjónustan er að festa sig í sessi sem ein af grunnstoðum atvinnulífsins í íslensku samfélagi. Ferðaþjónustan er þriðji stærsti einstaki útflutningsliður landsins á eftir sjávarútvegi og áli.Sjötíu milljarðar í kassann Fyrstu þrjá ársfjórðunga síðasta árs námu útflutningstekjur í ferðaþjónustu 70 milljörðum króna. Hér er um raunveruleg verðmæti sem Íslendingar geta verið stoltir af en ekki froðuhagkerfi eins og í fjármálageiranum fyrir bankahrunið. Langmesta aðdráttarafl Íslands samkvæmt könnunum Ferðamálastofu er náttúra Íslands. Fjórir af hverjum fimm ferðamönnum segja náttúru Íslands hafa haft áhrif á ákvörðun þeirra að koma til landsins. Fjárfesting í umhverfisvernd skilar sér því margfalt. Á árunum 2000 2011 hefur ferðamönnum fjölgað um 85 prósent á Íslandi. Á sama tíma hefur fjölgunin verið mun minni hjá Evrópu og heiminum öllum, eins og sést áá töflu í sjónvarpsútgáfu fréttarinnar.Fjölgar og fjölgar Í skýrslu Landsbankans kemur fram að í ljósi þeirrar miklu athygli og landkynningar sem Ísland fékk í kjölfar eldgosanna 2010 og 2011 sé líklegt að fjölgun ferðamanna verði áfram tiltölulega mikil á komandi árum að öðru óbreyttu. Töluverðar árstíðasveiflur eru í umsvifum ferðaþjónustunnar á Íslandi. Ágúst er sýnilega bestur en í ágúst í fyrra fóru rúmlega 100 þúsund erlendir ferðamenn um Leifsstöð.Mikil áskorun að jafna sveifluna Ein stærsta áskorunin í íslenskri ferðaþjónustu er að jafna þessa sveiflu, en það verður ekki gert nema með fjölgun ferðamanna utan háannatímans. Dæmi um viðburð sem hefur átt þátt í að laða hingað ferðamenn utan háannatíma er Iceland Airwaves í október ár hvert, en velta hátíðarinnar jókst um 54 prósent í fyrra og samkvæmt skýrslu Landsbankans voru tekjur vegna ferðamanna á Airwaves hálfur milljarður króna í fyrra, en hátíðin stendur aðeins yfir í nokkra daga. Eins og sést í grafi í lok sjónvarpsútgáfu fréttarinnar jókst fjármálaþjónusta mikið í froðuhagkerfinu fyrir hrun, á sama tíma var vöxtur í stóriðju tiltölulega jafn. Svo sprakk fjármálabólan en sjávarútvegurinn er á blússandi siglinu eftir hrunið og ferðaþjónustan í jöfnum vexti og hefur ef eitthvað er tekið mikinn kipp á undanförnum tveimur árum. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Árið 2011 var besta ár í íslenskri ferðaþjónustu frá upphafi á flesta mælikvarða. Met var slegið í komu erlendra ferðamanna til landsins og fjölda gistinátta. Á fjórum dögum í október eyddu ferðamenn hálfum milljarði hér á landi. Þessar upplýsingar koma fram í nýrri skýrslu Landsbankans um ferðaþjónustuna. Ferðaþjónustan er að festa sig í sessi sem ein af grunnstoðum atvinnulífsins í íslensku samfélagi. Ferðaþjónustan er þriðji stærsti einstaki útflutningsliður landsins á eftir sjávarútvegi og áli.Sjötíu milljarðar í kassann Fyrstu þrjá ársfjórðunga síðasta árs námu útflutningstekjur í ferðaþjónustu 70 milljörðum króna. Hér er um raunveruleg verðmæti sem Íslendingar geta verið stoltir af en ekki froðuhagkerfi eins og í fjármálageiranum fyrir bankahrunið. Langmesta aðdráttarafl Íslands samkvæmt könnunum Ferðamálastofu er náttúra Íslands. Fjórir af hverjum fimm ferðamönnum segja náttúru Íslands hafa haft áhrif á ákvörðun þeirra að koma til landsins. Fjárfesting í umhverfisvernd skilar sér því margfalt. Á árunum 2000 2011 hefur ferðamönnum fjölgað um 85 prósent á Íslandi. Á sama tíma hefur fjölgunin verið mun minni hjá Evrópu og heiminum öllum, eins og sést áá töflu í sjónvarpsútgáfu fréttarinnar.Fjölgar og fjölgar Í skýrslu Landsbankans kemur fram að í ljósi þeirrar miklu athygli og landkynningar sem Ísland fékk í kjölfar eldgosanna 2010 og 2011 sé líklegt að fjölgun ferðamanna verði áfram tiltölulega mikil á komandi árum að öðru óbreyttu. Töluverðar árstíðasveiflur eru í umsvifum ferðaþjónustunnar á Íslandi. Ágúst er sýnilega bestur en í ágúst í fyrra fóru rúmlega 100 þúsund erlendir ferðamenn um Leifsstöð.Mikil áskorun að jafna sveifluna Ein stærsta áskorunin í íslenskri ferðaþjónustu er að jafna þessa sveiflu, en það verður ekki gert nema með fjölgun ferðamanna utan háannatímans. Dæmi um viðburð sem hefur átt þátt í að laða hingað ferðamenn utan háannatíma er Iceland Airwaves í október ár hvert, en velta hátíðarinnar jókst um 54 prósent í fyrra og samkvæmt skýrslu Landsbankans voru tekjur vegna ferðamanna á Airwaves hálfur milljarður króna í fyrra, en hátíðin stendur aðeins yfir í nokkra daga. Eins og sést í grafi í lok sjónvarpsútgáfu fréttarinnar jókst fjármálaþjónusta mikið í froðuhagkerfinu fyrir hrun, á sama tíma var vöxtur í stóriðju tiltölulega jafn. Svo sprakk fjármálabólan en sjávarútvegurinn er á blússandi siglinu eftir hrunið og ferðaþjónustan í jöfnum vexti og hefur ef eitthvað er tekið mikinn kipp á undanförnum tveimur árum. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira