Segja stjórnendur bankanna hafa veikt krónuna með óforsvaranlegum hætti Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. janúar 2012 19:18 Tugir milljarða króna gætu verið í húfi fyrir Lífeyrissjóð verzlunarmanna, einn stærsta lífeyrissjóð landsins, vegna deilu um gjaldeyrissamninga við slitastjórn Glitnis og Kaupþings. Stjórn lífeyrissjóðsins telur að stjórnendur bankanna hafi skaðað hagsmuni lífeyrissjóðsins ólöglega og veikt krónuna með óforsvaranlegum hætti. Fyrir fall viðskiptabankanna gerði Lífeyrissjóður verzlunarmanna gjaldmiðlavarnarsamninga við Kaupþing og Glitni. Um var að ræða tvíhliða samninga sem gerðir voru til að takmarka gjaldmiðlaáhættu sjóðsins. Lífeyrissjóðurinn hafði nýtt slíka samninga til að jafna sveiflur í ávöxtun erlendra eigna sem voru þriðjungur af eignum sjóðsins á sama tíma og allar skuldbindingar sjóðsins eru verðtryggðar í krónum. Í rúm þrjú ár hefur verið reynt að semja um uppgjör þessara samninga án árangurs. Slitastjórnir hinna föllnu banka hafa hvor um sig krafið lífeyrissjóðinn um greiðslur sem þær ætla að sjóðurinn skuldi hinum föllnu bönkum vegna uppgjörs samninganna. Lífeyrissjóðurinn telur að þær kröfur standist ekki lög. Það byggir m.a. á því að allar forsendur fyrir gerð samninganna hafi brostið við þrot bankanna. „Það liggur yfirr grunur um að það hafi verið markaðsbrestur og það er grunur um það líka að það hafi verið markaðsmisnotkun í hlutabréfa- og gjaldeyrisviðskiptum," segir Helgi Magnússon, formaður stjórnar LV.„Skaðað hagsmuni lífeyrissjóðsins með ólögmætum hætti" Stjórn lífeyrissjóðsins segir í yfirlýsingu að stjórnendur hinna föllnu banka hafi „hagað sér með þeim hætti að allar líkur séu til þess að þeir hafi skaðað hagsmuni lífeyrissjóðsins með ólögmætum hætti. Þannig hafi framganga þessara aðila á markaði orðið til þess að veikja krónuna með óforsvaranlegum hætti." Á mannamáli þýðir þetta að líkur standi til þess að stjórnendur þessara banka hafi fellt krónuna en það þarf auðvitað ekki að fjölyrða um að með hruni hennar rýrnuðu lífskjör alls almennings. Helgi segir að Lífeyrissjóðurinn hafi enga vitneskju fengið um hverjir væru á hinum enda gjaldmiðlaviðskiptanna en eins og komið hefur fram voru það stórir hluthafar bankans þegar Kaupþing var annars vegar. „Við vorum bara að eiga viðskipti við bankanna og höfðum enga ástæðu til að ætla annað en að það væri allt með eðlilegum hætti," segir Helgi. Hann segir að fyrst ekki hafi tekist að semja um uppgjör hafi ekkert annað verið í stöðunni en dómsmál. „Þetta eru milljarðatuga hagsmunir. Það er alveg ljóst. Samkvæmt ítrustu kröfum þessara tveggja banka, bara gagnvart Lífeyrissjóði verzlunarmanna, hleypur þetta á milljarðatugum og aftur ítrustu kröfur okkar, ef það fer í hina áttina, hleypur líka á slíkum tölum." thorbjorn@stod2.is Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Tugir milljarða króna gætu verið í húfi fyrir Lífeyrissjóð verzlunarmanna, einn stærsta lífeyrissjóð landsins, vegna deilu um gjaldeyrissamninga við slitastjórn Glitnis og Kaupþings. Stjórn lífeyrissjóðsins telur að stjórnendur bankanna hafi skaðað hagsmuni lífeyrissjóðsins ólöglega og veikt krónuna með óforsvaranlegum hætti. Fyrir fall viðskiptabankanna gerði Lífeyrissjóður verzlunarmanna gjaldmiðlavarnarsamninga við Kaupþing og Glitni. Um var að ræða tvíhliða samninga sem gerðir voru til að takmarka gjaldmiðlaáhættu sjóðsins. Lífeyrissjóðurinn hafði nýtt slíka samninga til að jafna sveiflur í ávöxtun erlendra eigna sem voru þriðjungur af eignum sjóðsins á sama tíma og allar skuldbindingar sjóðsins eru verðtryggðar í krónum. Í rúm þrjú ár hefur verið reynt að semja um uppgjör þessara samninga án árangurs. Slitastjórnir hinna föllnu banka hafa hvor um sig krafið lífeyrissjóðinn um greiðslur sem þær ætla að sjóðurinn skuldi hinum föllnu bönkum vegna uppgjörs samninganna. Lífeyrissjóðurinn telur að þær kröfur standist ekki lög. Það byggir m.a. á því að allar forsendur fyrir gerð samninganna hafi brostið við þrot bankanna. „Það liggur yfirr grunur um að það hafi verið markaðsbrestur og það er grunur um það líka að það hafi verið markaðsmisnotkun í hlutabréfa- og gjaldeyrisviðskiptum," segir Helgi Magnússon, formaður stjórnar LV.„Skaðað hagsmuni lífeyrissjóðsins með ólögmætum hætti" Stjórn lífeyrissjóðsins segir í yfirlýsingu að stjórnendur hinna föllnu banka hafi „hagað sér með þeim hætti að allar líkur séu til þess að þeir hafi skaðað hagsmuni lífeyrissjóðsins með ólögmætum hætti. Þannig hafi framganga þessara aðila á markaði orðið til þess að veikja krónuna með óforsvaranlegum hætti." Á mannamáli þýðir þetta að líkur standi til þess að stjórnendur þessara banka hafi fellt krónuna en það þarf auðvitað ekki að fjölyrða um að með hruni hennar rýrnuðu lífskjör alls almennings. Helgi segir að Lífeyrissjóðurinn hafi enga vitneskju fengið um hverjir væru á hinum enda gjaldmiðlaviðskiptanna en eins og komið hefur fram voru það stórir hluthafar bankans þegar Kaupþing var annars vegar. „Við vorum bara að eiga viðskipti við bankanna og höfðum enga ástæðu til að ætla annað en að það væri allt með eðlilegum hætti," segir Helgi. Hann segir að fyrst ekki hafi tekist að semja um uppgjör hafi ekkert annað verið í stöðunni en dómsmál. „Þetta eru milljarðatuga hagsmunir. Það er alveg ljóst. Samkvæmt ítrustu kröfum þessara tveggja banka, bara gagnvart Lífeyrissjóði verzlunarmanna, hleypur þetta á milljarðatugum og aftur ítrustu kröfur okkar, ef það fer í hina áttina, hleypur líka á slíkum tölum." thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira