Eignir bankans sem vill kaupa Íslandsbanka metnar á 46 þúsund milljarða Magnús Halldórsson skrifar 29. janúar 2012 18:45 Bankinn sem sýnt hefur áhuga á að kaupa Íslandsbanka er almennt álitinn einn stöndugasti banki Norðurlanda. Heildareignir hans eru metnar á liðlega 46 þúsund milljarða íslenskra króna. Norski bankinn DNB bank, sem er einn þeirra sem sýnt hefur áhuga á því að kaupa Íslandsbanka, er almennt álitinn einn traustasti banki Norðurlandanna. Slitastjórn Glitnis, sem fer með 95% hlutafjár, hefur sett það í hendur svissneska bankans UBS að hafa umsjón með söluferli á Íslandsbanka. Heildareignir DNB eru metnar á 46 þúsund milljarða króna, sé mið tekið af stöðu bankans í lok september á síðasta ári. Til samanburðar má nefna að heildareignir Íslandsbanka eru metnar á 814 milljarða eftir sameiningu við Byr. Efnahagsreikningur DNB er því meira en 50 sinnum stærri en Íslandsbanka. Stærsti einstaki hluthafi DNB er norska ríkið með 34 prósent hlut. Meðal annarra stórra hluthafa eru eitt stærsta eignastýringarfyrirtæki heims, Blackrock Investments, Banki fólksins í Kína, Opinberir sjóðir ríkisins í Sádí Arabíu og síðan sjóðir í stýringu risabankanum JP Morgan. Ekki er þó á vísan að róa í þessum efnum, eins og umhverfið er á alþjóðamörkuðum í augnablikinu. Það er frekar til þess að fallið að seinka sölu á bankanum en hitt, en kaup á fjármálastofnunum í heilu lagi eru ekki algeng um þessar mundir. Nauðasamningsferli þrotabúa Glitnis og Kaupþings getur einnig haft áhrif á það hvernig þessum málum lýkur. Að hluta eru eigendur krafna í bú hinna föllnu banka þeir sömu, og ef tekst að ná nauðasamningum gæti sú staða verið uppi að sömu aðilarnir voru kjöfestuhluthafar í tveimur bönkum, sem ólíklegt verður að teljast að Samkeppniseftirlitið sætti sig við. Annað er að íslenska ríkið á 5 prósent hlut í Íslandsbanka, og 13 prósent hlut í Arion banka og 80 prósent hlut í Landsbankanum. Það ræður för hvaða þessa eignarhluti varðar. Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Bankinn sem sýnt hefur áhuga á að kaupa Íslandsbanka er almennt álitinn einn stöndugasti banki Norðurlanda. Heildareignir hans eru metnar á liðlega 46 þúsund milljarða íslenskra króna. Norski bankinn DNB bank, sem er einn þeirra sem sýnt hefur áhuga á því að kaupa Íslandsbanka, er almennt álitinn einn traustasti banki Norðurlandanna. Slitastjórn Glitnis, sem fer með 95% hlutafjár, hefur sett það í hendur svissneska bankans UBS að hafa umsjón með söluferli á Íslandsbanka. Heildareignir DNB eru metnar á 46 þúsund milljarða króna, sé mið tekið af stöðu bankans í lok september á síðasta ári. Til samanburðar má nefna að heildareignir Íslandsbanka eru metnar á 814 milljarða eftir sameiningu við Byr. Efnahagsreikningur DNB er því meira en 50 sinnum stærri en Íslandsbanka. Stærsti einstaki hluthafi DNB er norska ríkið með 34 prósent hlut. Meðal annarra stórra hluthafa eru eitt stærsta eignastýringarfyrirtæki heims, Blackrock Investments, Banki fólksins í Kína, Opinberir sjóðir ríkisins í Sádí Arabíu og síðan sjóðir í stýringu risabankanum JP Morgan. Ekki er þó á vísan að róa í þessum efnum, eins og umhverfið er á alþjóðamörkuðum í augnablikinu. Það er frekar til þess að fallið að seinka sölu á bankanum en hitt, en kaup á fjármálastofnunum í heilu lagi eru ekki algeng um þessar mundir. Nauðasamningsferli þrotabúa Glitnis og Kaupþings getur einnig haft áhrif á það hvernig þessum málum lýkur. Að hluta eru eigendur krafna í bú hinna föllnu banka þeir sömu, og ef tekst að ná nauðasamningum gæti sú staða verið uppi að sömu aðilarnir voru kjöfestuhluthafar í tveimur bönkum, sem ólíklegt verður að teljast að Samkeppniseftirlitið sætti sig við. Annað er að íslenska ríkið á 5 prósent hlut í Íslandsbanka, og 13 prósent hlut í Arion banka og 80 prósent hlut í Landsbankanum. Það ræður för hvaða þessa eignarhluti varðar.
Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira