Viðskipti innlent

Tékkheftið á grafarbakkanum

Plastið hefur vinninginn víða, í það minnsta gildir það þegar kemur að vali fólks á greiðslumiðli. Í nýjasta tölublaði fjármálarits Sunday Telegraph er fjallað um andlát ávísanaheftisins og talað um að útförin kunni að vera í nánd.

Viðskipti innlent

Sautján útskrifast úr skóla SÞ

Í síðustu viku útskrifuðust sautján nemendur úr Sjávarútvegs-skóla Sameinuðu þjóðanna sem starfræktur er hér á landi. Nemendurnir í ár voru frá Kenía, Tansaníu, Srí Lanka, Úganda, Grænhöfðaeyjum, Íran, Kína, Malasíu, Kúbu, Vanúatú, Tonga, Namibíu og Máritíus. Allir hafa þeir dvalið hér frá því í september en snúa nú hver af öðrum aftur til starfa í heimalöndum sínum.

Viðskipti innlent

Aðlögunarhæfni í farteskinu

Öll él birtir upp um síðir, segir máltækið. Óveðrið í íslensku fjármálalífi, sem hófst fyrir rúmu ári með endurskoðaðri einkunnagjöf Fitch Ratings vegna ríkissjóðs Íslands, gekk yfir á skömmum tíma.

Viðskipti innlent

Síminn í fallegt hjónaband

Síminn hefur keypt að fullu breska símafélagið Aerofone með það fyrir augum að efla þjónustuna við viðskiptavini Símans í Bretlandi. Hjá Aerofone, sem var stofnað árið 1985, starfa um 50 manns og nemur velta félagsins um 1,6 milljörðum íslenskra króna, samkvæmt upplýsingum frá Símanum.

Viðskipti innlent

Nýr vefur um netöryggi

Á vefnum Netöryggi.is, nýendurbættum vef Póst- og fjarskiptastofnunar, er fjallað um margvísleg öryggismál internetsins. Vefurinn var fyrst settur í loftið fyrir um ári, en hefur nú verið endurbættur.

Viðskipti innlent

Flaga úr tapi í hagnað

Flaga skilaði tæplega 661 þúsund dala hagnaði eftir skatta á fjórða ársfjórðungi sem eru tæplega 45 milljónir íslenskra króna. Félagið tapaði 1.445 þúsund bandaríkjadölum á sama tíma árið 2005 (98 milljónum króna).

Viðskipti innlent

Horft til samruna þriggja sparisjóða

Verið er að leggja lokahönd á sameiningu Sparisjóðs Ólafsfjarðar og Sparisjóðs Siglufjarðar í einn sparisjóð og er beðið eftir bréfi frá FME. Þetta segir Gísli Kjartansson, sparissjóðsstjóri Sparisjóðs Mýrasýslu (SPM) sem á sparisjóðina tvo að langstærstum hluta. Ekki liggur fyrir hvert nafn hins nýja sparisjóðs verður. Samanlagt högnuðust nágrannasparisjóðirnir um áttatíu milljónir króna í fyrra.

Viðskipti innlent

Rafræn skilríki tekin í gagnið

Fyrsta rafræna skilríkið var tekið í notkun á ráðstefnu forsætis- og fjármálaráðuneytis „Nýtum tímann – notum tæknina“ fyrir helgi. Er því spáð að á næsta ári verði meirihluti landsmanna kominn með rafræn skilríki.

Viðskipti innlent

Viðskiptavinir SPRON ánægðastir

Viðskiptavinir SPRON eru sáttir við sitt ef marka má niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar sem kynntar voru í gær. Stjórnendur SPRON geta litið björtum augum til framtíðar því mikil fylgni er milli ánægju og tryggðar viðskiptavina annars vegar og tryggðar og afkomu hins vegar.

Viðskipti innlent

Minni aukning

Hrein eign lífeyrissjóðanna jókst um 0,8 prósent í janúar. Nam aukningin 11,5 milljörðum króna. Eignir sjóðanna stóðu í 1.508 milljörðum króna í lok mánaðarins. Þetta kemur fram í tölum frá Seðlabankanum.

Viðskipti innlent

Sumarfrí blaðamanna

Fyrir þá sem hafa áhuga á að hitta og spalla við danska blaðamenn er sumarið fínt tækifæri. Dönsku fríblöðin ráðgera að leggja niður útgáfu í tvær til fimm vikur í sumar.

Viðskipti innlent

Arður í sekkjum

Ég þarf að fara að gæta mín þegar ég sest niður og set fram kenningar. Þannig varð spekúlasjón mín um Kaupþing og Glitni til þess að Mogginn lagði undir mig forsíðuna. Geri aðrir betur. Þegar fréttin birtist var ég reyndar farinn að hafa talsverðar efasemdir um eigin kenningu. Þetta er samt fín kenning og engin ástæða til að kasta henni alveg frá sér.

Viðskipti innlent

Neyslan fjármögnuð með kreditkortum

Kortavelta í febrúar nam 53,6 milljörðum króna. Þar af nemur velta debertkosta 31,6 milljörðum króna en velta kreditkorta 22,1 milljarði. Kreditkortavelta jókst um 12 prósent frá sama tíma fyrir ári en greiningardeild Kaupþings segir það benda til að neysla heimila sé í auknum mæli fjármögnuð með kreditkortum.

Viðskipti innlent

Minni hagnaður hjá Félagsbústöðum

Talsvert minni hagnaður var af rekstri Félagsbústaða í fyrra en árið á undan. Hagnaðurinn í fyrra nam 836 milljónum króna samanborið við rúma 4,6 milljarða krónum árið á undan. Félagsbústaðir eru hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar og á og rekur félagslegt leiguhúsnæði sem úthlutað er af Velferðarsviði Reykjavíkurborgar.

Viðskipti innlent

Síminn kaupir breskt símafyrirtæki

Síminn hefur keypt öll hlutabréf í breska farsímafyrirtækinu Aerofone. Fyrirtækið er öflugt þjónustufyrirtæki á breska farsímamarkaðnum. Í tilkynningu frá Símanum segir að markmiðið með kaupunum sé að efla þjónustuna við viðskiptavini félagsins í Bretlandi.

Viðskipti innlent

Sjálfkjörið í stjórn Existu

Sjálfkjörið er í næstu stjórn Existu, sem tekur til starfa eftir aðalfund félagsins sem haldinn verður á morgun. Ágúst Guðmundsson, Bogi Óskar Pálsson, Guðmundur Hauksson, Lýður Guðmundsson, Robert Tchenguiz og Sigurjón Rúnar Rafnsson hafa gefið kost á sér til stjórnarsetu.

Viðskipti innlent

Telja fasteignaverð á uppleið

Greiningardeild Kaupþings segir svo virðast sem líf sé að færast í fasteignamarkaðinn og bendir á að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hafi tekið kipp um janúar og hækkað um 2,3 prósent á milli mánaða. Bendi allt til áframhaldandi hækkunar á fasteignaverði í febrúar, einkum á fjölbýli, að sögn deildarinnar.

Viðskipti innlent

Liv Bergþórsdóttir ráðin framkvæmdastjóri Nova

Liv Bergþórsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hins nýja fjarskiptafyrirtækis Björgólfs Thors Björgólfssonar, Nova. Skýrt var frá þessu á fréttamannafundi eftir hádegið í dag. Lív var áður framkvæmdastjóri farsímafyrirtækisins Sko en þar áður gegndi hún starfi ramkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs smásölu hjá Og Vodafone.

Viðskipti innlent

Verðbólgan meiri en spáð var

Verðbólga mældist 5,9 prósent í síðasta mánuði. Þetta er meiri verðbólga en greinendur gerðu ráð fyrir og að minnsta kosti þriðja verðbólgumælingin í röð þar sem verðbólga er yfir spám. Margt bendir til að fjárfestar telji líkur á að stýrivextir haldist háir lengur en gert hafði verið ráð fyrir.

Viðskipti innlent

Samruni Fjárfestingarfélags sparisjóðanna og VBS fjárfestingarbanka

Lagt hefur verið til af stjórnum Fjárfestingarfélags sparisjóðanna FSP hf og VSB fjárfestingarbanka hf að félögin verði sameinuð. Fáist til þess samþykki Fjármálaeftirlitsins munu félögin sameinast undir nafni og kennitölu VBS. Með samrunanum yrði til öflugur fjárfestingarbanki með tæplega 17 milljarða króna eignir og sex milljarða í eigið fé.

Viðskipti innlent