Liv Bergþórsdóttir ráðin framkvæmdastjóri Nova 12. mars 2007 14:31 Þriðju kynslóðar - tilboðin opnuð hjá Fjarskiptastofnun í morgun. Hrafnkell V. Gíslason forstjóri t.v. MYND/Stöð 2 Liv Bergþórsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hins nýja fjarskiptafyrirtækis Björgólfs Thors Björgólfssonar, Nova. Skýrt var frá þessu á fréttamannafundi eftir hádegið í dag í nýrri tæknimiðstöð félagsins, sem staðsett er á fremur ólíklegum stað; í gömlu vatnstönkunum við Háteigsveg. Lív var áður framkvæmdastjóri farsímafyrirtækisins Sko en þar áður gegndi hún starfi ramkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs smásölu hjá Og Vodafone. „Þegar við byrjuðum að nota Internetið var hraðinn ekki mikill og þar af leiðandi notkunarmöguleikarnir ekki heldur. Með auknum hraða hefur netið sífellt tekið á sig nýja mynd og það sama mun gerast við breytinguna frá GSM í 3G,” segir Liv. Nova er meðal þriggja Þrjú fjarskiptafyrirtækja sem uppfylla skilyrði fyrir uppbyggingu þriðju kynslóðar í farsímatækni á Íslandi. Tilboð voru opnuð frá Nova, Símanum og Vodafone hjá Póst- og fjarskiptastofnun klukkan 11 í morgun. Stofnunin áætlar að úthluta tíðnileyfum fyrir 1. apríl næstkomandi. Í fréttatilkynningu frá Nova í dag, segir að nú þegar ljóst sé að formlegt rekstrarleyfi fæst, geti félagið hafist handa við uppbyggingu dreifikerfis. "Markmiðið er að þjónusta Nova nái til höfuðborgarsvæðisins og Reykjaness fyrir lok þessa árs og til 80% landsmanna á næsta ár," segir í tilkynningunni. Með 3G verður netsamband ekki lengur bundið við ákveðna staði heldur eru notendur í háhraðanetsambandi hvar sem er, en 3G netþjónusta er sambærileg við ADSL í hraða. Rétt eins og ADSL háhraða tengingar voru bylting í netnotkun kemur 3G til með að stórauka notkunarmöguleika farsímans. Með 3G má segja að netið sé loks komið í farsímann. Allt sem hægt er að gera á netinu, verður hægt að gera í farsímanum líka. Meðal nýjunga sem Nova kynnti í dag eru myndsímtöl milli farsíma sem verða möguleg í 3G kerfinu. Þá sýndi Nova hvernig hægt er að sækja afþreyingu á borð við tónlist og myndbönd beint af netinu í farsímann og hvernig hægt er að breyta farsímanum í lítið sjónvarpstæ Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Liv Bergþórsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hins nýja fjarskiptafyrirtækis Björgólfs Thors Björgólfssonar, Nova. Skýrt var frá þessu á fréttamannafundi eftir hádegið í dag í nýrri tæknimiðstöð félagsins, sem staðsett er á fremur ólíklegum stað; í gömlu vatnstönkunum við Háteigsveg. Lív var áður framkvæmdastjóri farsímafyrirtækisins Sko en þar áður gegndi hún starfi ramkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs smásölu hjá Og Vodafone. „Þegar við byrjuðum að nota Internetið var hraðinn ekki mikill og þar af leiðandi notkunarmöguleikarnir ekki heldur. Með auknum hraða hefur netið sífellt tekið á sig nýja mynd og það sama mun gerast við breytinguna frá GSM í 3G,” segir Liv. Nova er meðal þriggja Þrjú fjarskiptafyrirtækja sem uppfylla skilyrði fyrir uppbyggingu þriðju kynslóðar í farsímatækni á Íslandi. Tilboð voru opnuð frá Nova, Símanum og Vodafone hjá Póst- og fjarskiptastofnun klukkan 11 í morgun. Stofnunin áætlar að úthluta tíðnileyfum fyrir 1. apríl næstkomandi. Í fréttatilkynningu frá Nova í dag, segir að nú þegar ljóst sé að formlegt rekstrarleyfi fæst, geti félagið hafist handa við uppbyggingu dreifikerfis. "Markmiðið er að þjónusta Nova nái til höfuðborgarsvæðisins og Reykjaness fyrir lok þessa árs og til 80% landsmanna á næsta ár," segir í tilkynningunni. Með 3G verður netsamband ekki lengur bundið við ákveðna staði heldur eru notendur í háhraðanetsambandi hvar sem er, en 3G netþjónusta er sambærileg við ADSL í hraða. Rétt eins og ADSL háhraða tengingar voru bylting í netnotkun kemur 3G til með að stórauka notkunarmöguleika farsímans. Með 3G má segja að netið sé loks komið í farsímann. Allt sem hægt er að gera á netinu, verður hægt að gera í farsímanum líka. Meðal nýjunga sem Nova kynnti í dag eru myndsímtöl milli farsíma sem verða möguleg í 3G kerfinu. Þá sýndi Nova hvernig hægt er að sækja afþreyingu á borð við tónlist og myndbönd beint af netinu í farsímann og hvernig hægt er að breyta farsímanum í lítið sjónvarpstæ
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira