Viðskipti innlent

Minni aukning

Hrein eign lífeyrissjóðanna jókst um 0,8 prósent í janúar. Nam aukningin 11,5 milljörðum króna. Eignir sjóðanna stóðu í 1.508 milljörðum króna í lok mánaðarins. Þetta kemur fram í tölum frá Seðlabankanum.

Aukningin er töluvert minni en í janúar í fyrra þegar eignir lífeyrissjóðanna jukust um 3,3 prósent. Í Morgunkorni Glitnis segir að eign í innlendum hlutabréfum hafi aukist mest í mánuðinum eða um 11,3 prósent. Eign í erlendum verðbréfum hafi minnkað um 2,9 prósent sem skýrist að miklu leyti með hækkun á gengi krónunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×