Viðskipti innlent

Viðskiptavinir SPRON ánægðastir

Viðskiptavinir SPRON eru sáttir við sitt ef marka má niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar sem kynntar voru í gær. Stjórnendur SPRON geta litið björtum augum til framtíðar því mikil fylgni er milli ánægju og tryggðar viðskiptavina annars vegar og tryggðar og afkomu hins vegar.

Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Guðbjargar Andreu Jónsdóttur hjá Capacent Gallup sem kynnti niðurstöðurnar í gær.

Tryggingamiðstöðin lenti í fyrsta sæti í flokki tryggingafélaga og Vodafone í hópi farsímafyrirtækja. Í fyrsta sinn voru nú netveitur mældar sérstaklega og skipar Hive þar fyrsta sætið.

Ölgerðin Egill Skallagrímsson stendur efst í flokki gosdrykkjaframleiðenda. Þá vermir Hitaveita Suðurnesja fyrsta sætið fimmta árið í röð í flokki rafveitna og BYKO veltir ÁTVR úr sessi í flokki smásölufyrirtækja.

Capacent Gallup, Samtök iðnaðarins og Stjórnvísi standa að Íslensku ánægjuvoginni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×