Viðskipti innlent

FME fái ekki heimild til að kæra ekki

Allt stefnir í að fallið verði frá því að Fjármálaeftirlitið fái heimildir til að kæra ekki brot til lögreglu, hafi fyrirtæki eða einstaklingur frumkvæði að því að láta því upplýsingar í té vegna alvarlegra brota.

Viðskipti innlent

Nýja Kaupþing hættir við ábyrgðarmannakerfi

Nýja Kaupþing hefur fyrst íslenskra banka ákveðið að hætta töku sjálfskuldarábyrgða eða fasteignaveða þriðja aðila vegna lána til einstaklinga. Einstaklingar fá því framvegis fyrirgreiðslu eingöngu í takt við eigin greiðslugetu og efnahag.

Viðskipti innlent

SA vill endurskoða stýrivexti fyrr en áformað er

Nýjasta verðbólgumæling Hagstofunnar hlýtur að koma Seðlabankanum verulega á óvart, segir í frétt á heimasíðu Samtaka atvinnulífsins (SA). Hjöðnun verðbólgu er mun hraðari en hann virðist hafa gert ráð fyrir og það hlýtur að leiða til þess að stýrivextir verði endurskoðaðir fyrr en áformað var.

Viðskipti innlent

Hagstæðar verðbólgutölur veiktu gengi krónunnar um 0,75%

Eftir nokkuð snarpa lækkun hefur gengi krónunnar verið stöðugt síðustu daga. Evran hefur verið í kring um 154 krónur frá því í lok síðustu viku og viðskiptin á millibankamarkaði með gjaldeyri hafa engin verið fyrr en í morgun, en í kjölfar birtingar á hagstæðum verðbólgutölum veiktist krónan um 0,75%.

Viðskipti innlent

Sameining tveggja banka vandkvæðum bundin

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir að þótt rætt hafi verið um sameiningu tveggja af stóru bönkunum þremur innan ríkisstjórnarinnar séu augljósir vankantar á slíkri sameiningu. „Ef af yrði myndi sá banki hafa um 50% markaðshlutdeild sem telst ekki gott út frá samkeppnissjónarmiðum og erfitt yrði að réttlæta slíka ákvörðun,“ segir Gylfi.

Viðskipti innlent

Gengi bréfa í Marel fellur um 2,39 prósent

Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems féll um 2,39 prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni og stendur í 45 krónum á hlut. Þá féll gengi bréf aí Bakkavör um 2,1 prósent. Gengi annarra félaga hefur ekki hreyfst úr stað.

Viðskipti innlent

Ársverðbólga mælist nú 15,2%

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 15,2% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 19,4%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,5% sem jafngildir 1,9% verðbólgu á ári (7,6% fyrir vísitöluna án húsnæðis).

Viðskipti innlent

Hlutabréfavísitölur ruku upp

Verð á hlutabréfum á Wall Street rauk upp í dag og er málið helst rakið til frétta af fasteignum og bankakerfinu en aukinnar bjartsýni virðist gæta á meðal bandarískra fjárfesta um að betri tíð sé í vændum en verið hefur.

Viðskipti innlent

SpKef selur Íbúðalánasjóði skuldabréf fyrir 10 milljarða

Stjórnendur Sparisjóðsins í Keflavík og Íbúðalánasjóðs undirrituðu í dag samkomulag um að sparisjóðurinn selji Íbúðalánasjóði safn skuldabréfa, að fjárhæð um 10 milljarðar króna, tryggt með veði í íbúðarhúsnæði, í samræmi við heimild til slíkra kaupa skv. lögum nr. 125/2008, reglugerð nr. 1081/2008 og reglur Íbúðalánasjóðs um kaup á skuldabréfum fjármálafyrirtækja.

Viðskipti innlent

Áttu ekki greið viðskipti við Seðlabankann

Fráfarandi stjórn og forstjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis harmar hvernig yfirtakan á bankanum var kynnt opinberlega af hálfu stjórnvalda í beinni útsendingu. Stjórnendum var ekki gefið færi á því að greina starfsmönnum frá því hvað hafði gerst.

Viðskipti innlent

Innlán SPRON of stór biti fyrir aðra sparisjóði

Umfang SPRON var of stórt til þess að unnt hefði verið að færa innlán sparisjóðsins inn í aðra sparisjóði í stað þess að færa þau til Kaupþings. Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, spurði Gylfa Magnússon viðktiptaráðherra að þessu í umræðum sem fram fóru í dag á þingi í kjölfar greinargerðar Gylfa varðandi aðgerðir gegn SPRON og Sparisjóðabankanum um helgina.

Viðskipti innlent

Fasteignavefurinn á Vísir.is orðin sá stærsti á landinu

„Við erum að greina mikla aukningu á heimsóknum á vefinn okkar, það er greinilegt að mikill áhugi er á kaupum og sölu fasteigna. Svo virðist að markaðurinn sé eilítið að vakna, en hann er auðvitað nánast búinn að vera frosinn," segir Grétar Jónasson framkvæmdastjóri Félags fasteignasala.

Viðskipti innlent

Flutningurinn gengið vel

Flutningur greiðsluþjónustu SPRON yfir í Kaupþing hefur gengið vel og ekki er vitað um tæknileg vandamál vegna þessa. Upplýsingafulltrúi Kaupþings segir að bankanum hafi borist fjölmargar fyrirspurnir í morgun frá fyrrum viðskiptavinum SPRON.

Viðskipti innlent

Sjötíu fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í janúar

Á fimmtudaginn birtir Hagstofan yfirlit yfir gjaldþrot fyrirtækja í febrúar en um er að ræða nýjan hagvísi sem Hagstofan hyggst birta mánaðarlega. Í janúar voru 70 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta sem var aukning um 71% aukning frá sama mánuði í fyrra þegar gjaldþrotin voru 41. Flest voru gjaldþrotin í janúarmánuði í byggingarstafsemi og mannvirkjagerð en fjármálakreppan hefur komið afar illa niður á þeirri starfsemi.

Viðskipti innlent