Viðskipti innlent

Hugsanlega komin lausn á Icesavedeilunni

Skuldabréf, tryggt með veði í eignum Landsbankans í Bretlandi, gæti verið lausnin á Icesavedeilunni. Þannig gæti íslenska ríkið sloppið við ábyrgðir og lántökur vegna skuldanna. Íslensk stjórnvöld hafa viðrað þessa hugmynd við Breta og Hollendinga.

Viðskipti innlent

Black Sunshine endar sennilega hjá sérstökum sakskóknara

Fjármálaeftirlitið hefur enn til skoðunar málefni huldufélagsins Black Sunshine. Kaupþing flutti ónýt lánasöfn að fjárhæð 80 milljarða inn í félagið í stað þess að afskrifa tapið. Bankinn stofnaði fleiri félög í þessum tilgangi. Yfirgnæfandi líkur eru á að málið endi inni á borði hjá sérstökum sakskóknara.

Viðskipti innlent

MIT velur HR til að halda ráðstefnu

MIT háskólinn í Bandaríkjunum hefur valið MBA í Háskólanum í Reykjavík úr hópi 20 umsækjenda til að halda eina stærstu frumkvöðlaráðstefnu heims í mars á næsta ári. Ráðstefnan heitir MIT Global Start-up Workshop og dregur til sín um 500 frumkvöðla, fjárfesta, stjórnmálamenn, háskólakennara og nemendur alls staðar að úr heiminum.

Viðskipti innlent

Taugatitringur vegna hótana þýskra stjórnvalda

Taugatitringur einkenndi flýtimeðferð lagabreytingar sem heimilar að þýskum eigendum innstæðna hjá Kaupþingi verði greitt fyrr en ella. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, en hann grunar að hótunarbréf þýskra stjórnvalda hafi átt þátt í þessu og gagnrýnir að þingið hafi ekki verið upplýst um tilvist bréfsins.

Viðskipti innlent

12% hafa samþykkt yfirtökutilboð í Alfesca

Lur Berri Iceland ehf., sem er íslenskt einkahlutafélag í eigu franska félagsins Lur Berri Holding SAS, mun gera hluthöfum Alfesca hf. tilboð um að kaupa hluti þeirra í félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu. Rúmlega 12% hluthafa hafa samþykkt yfirtökutilboðið.

Viðskipti innlent

Kæru SVÞ á hendur Ríkiskaupum var vísað frá

Kærunefnd útboðsmála hefur vísað frá kæru Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) á hendur Ríkiskaupum. Samkvæmt kærunefndinni heyrir framsal rammasamninga ekki undir lög um opinber innkaup eins og SVÞ héldu fram í kæru til kærunefndar útboðsmála.

Viðskipti innlent

Kauphöllin áminnir og sektar fimm félög

Kauphöllin hefur í dag veitt fimm félögum opinberlega áminningu og sektað hvert þeirra um 1,5 milljónir kr. vegna þess að félögin birtu ekki ársreikninga sína fyrir 30. apríl .sl. Öll félögin beittu fyrir sig undanþáguákvæði til að komast hjá birtingu ársreikninga sinna.

Viðskipti innlent

Þór hættir hjá Sjóvá

Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvá, hyggst láta af störfum hjá félaginu. Skilanefnd Glitnis rekur nú Sjóvá, en Árni Tómasson formaður skilanefndar segir aðbúið sé að ganga frá endurskipulagningu á því. Hann segir að tilkynningar sé að vænta.

Viðskipti innlent