Viðskipti innlent

Skattahækkanir kosta hverja fjölskyldu 130 þúsund í ár

Skattahækkanir á þessu ári verða um 130 þúsund krónur að meðaltali á hverja fjölskyldu, en 270 þúsund á næsta ári en þó ber að geta þess að um 20% af skatttekjunum eru vegna aukinna skatta á háar tekjur sem hefur því ekki áhrif á ráðstöfunartekjur þeirra sem eru með lægri laun.

Viðskipti innlent

Kíkja í skattaskjól

Hollendingar og Bretar munu aðstoða Íslendinga við að komast yfir bankaupplýsingar íslenskra viðskiptamanna í skattaparadísum, samkvæmt samkomulag sem gert var samhliða Icesave-samkomulaginu.

Viðskipti innlent

Góðgerðasamtök fá tap sitt ekki greitt

Breska ríkið mun ekki koma góðgerðasamtökum sem misstu fé í íslenska bankahruninu til hjálpar. Þetta kom fram í svari fjármálaráðuneytis landsins við skýrslu þingmannanefndar um viðbrögð við hruni Landsbankans, Glitnis og Kaupþings. Nefndin hafði lagt til að góðgerðasamtökum yrði bætt tap sitt upp.

Viðskipti innlent

Joly gagnrýnir SAS-flugfélagið

Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara vegna efnahagshrunsins og fyrrverandi rannsóknardómari í Frakklandi, er meðal þeirra sem harðlega hafa gagnrýnt norræna flugfélagið SAS fyrir tengsl við fyrirtæki í skattaparadís.

Viðskipti innlent

Seðlabankinn boðar útflytjendur til viðtals

Seðlabanki Íslands hyggst boða tíu til tuttugu stærstu útflutningsfyrirtæki landsins á fund til að fara yfir gjaldeyrisviðskipti þeirra. „Við munum setjast niður með þeim og fara yfir þeirra viðskipti,“ segir Tómas Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri upplýsingasviðs Seðlabanka Íslands.

Viðskipti innlent

Skuldir veikja gengi krónunnar

Viðræður eiga sér nú stað á milli Seðlabanka Íslands og Seðlabanka Evrópu í Lúxemborg vegna skuldar Landsbankans upp á einn milljarð evra, jafnvirði tæpra 180 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti innlent

Verðbólga hækkar í júní en fer síðan lækkandi

Greining Kaupþings spáir 1,1% hækkun vísitölu neysluverðs í júní og hækkar þá tólf mánaða verðbólga upp í 11,9%, úr 11,7% mánuðinn á undan. Tólf mánaða verðbólga mun hinsvegar lækka á ný í júlí og halda áfram að lækka það sem eftir lifir árs, jafnvel þótt krónan haldi áfram að veikjast. Verðlag án húsnæðis hækkar um 1,2%.

Viðskipti innlent

Gerir ekki ráð fyrir lækkun stýrivaxta í júlí

„Nokkuð ljóst er því hvert stefnir með næstu vaxtaákvörðun peningastefnunefndarinnar sem verður mjög hófleg ef einver," segir í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka þar sem m.a. er rætt um fundargerð peningastefnunefndar sem birt var á heimasíðu Seðlabankans í gær.

Viðskipti innlent

Tal með 15% markaðshlutdeild í netþjónustu

Samkvæmt nýútkominni skýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar kemur fram að Tal mælist með 14,8% markaðshlutdeild á internetmarkaði. Þar kemur og fram að Tal hefur vaxið hratt í heimasímaþjónustu og bætt við sig markaðshlutdeild milli áranna 2007 og 2008.

Viðskipti innlent

Icelandair flytur starfsemi til Boston og Íslands

Icelandair hefur ákveðið að flytja svæðisskrifstofu félagsins í Bandaríkjunum frá Columbia í Maryland til Boston. Jafnframt verða gerðar umtalsverðar breytingar á starfseminni ytra, sem m.a. felur í sér að hluti verkefna hennar, og störf, flytjast til Íslands.

Viðskipti innlent

Fitch Rating telur litlar líkur á að Alþingi hafni Icesave

Lánshæfismatsfyrirtækið Fitch Rating, telur mjög litlar líkur á að Alþingi Íslendinga neiti Icesave lánssamningnum þar sem mikill pólitískur vilji er í landinu í að koma hagkerfinu á réttan kjöl. Þetta er haft eftir Paul Rawkins, framkvæmdastjóra hjá Fitch Rating í London. Lánshæfismat ríkisins jaðrar við rusl einkunn.

Viðskipti innlent

Vilja endurheimta traust

Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Kauphöllin hafa gefið út endurskoðaðar leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja. Viðskiptaráðherra segir þær góðar og mikilvægar, en vekja blendnar tilfinningar.

Viðskipti innlent

Stykjum úr sjóðnum AlheimsAuður úthlutað á morgun

Á morgun, 19. júní, verður í fyrsta sinn úthlutað styrkjum úr sjóðnum AlheimsAuður sem er góðgerðarsjóður á vegum Auðar Capital. Auður Capital veitir ráðgjöf á sviði fjárfestinga en fyrirtækið hefur starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki og starfar undir eftirliti FME.

Viðskipti innlent