Viðskipti innlent

Kíkja í skattaskjól

Hollendingar og Bretar munu aðstoða Íslendinga við að komast yfir bankaupplýsingar íslenskra viðskiptamanna í skattaparadísum, samkvæmt samkomulag sem gert var samhliða Icesave-samkomulaginu.

Indriði H. Þorláksson, ráðuneytisstjóri í Fjármálaráðuneytinu segir að við gerð Icesavesamningsins hafi komið fram vilji hjá þjóðunum þremur til að taka höndum saman um þetta mál. Bretland og Holland hafi verið einskonar millilending fyrir fjármagn sem hefur verið flutt í skattaskjól. Í þessum löndum sé að finna mikilvægar upplýsingar. Indriði býst við að samkomulagið verði verðmætt fyrir ríkiskassann en talið er að skattalegt tap af þessari starfsemi nemi milljörðum. Kostnaðurinn sem lagður er út í vegna þessa muni skila sér margfallt tilbaka.

Ríkisskattstjóri hefur að undanförnu unnið að því að nálgast upplýsingar um eignatengsl um 400 aflandsfélaga. Ljóst er að slíkt verk er tímafrekt en til stendur að efla skattayfirvöld hér á landi til m.a. að hraða vinnu af þessu tagi.

 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×