Viðskipti innlent

Yfir 90% þorskkvótans er staðsettur á landsbyggðinni

Yfirgnæfandi hlutfall aflaheimilda er á landsbyggðinni, þ.e. utan Reykjavíkur- og Suðvesturkjördæma. Til dæmis er yfir 90% þorskkvótans bundinn við landsbyggðina og svipað gildir um ýsuna.

Þetta kemur fram í svari Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við fyrirspurn forvera hans, Einars K. Guðfinnssonar, á Alþingi.

Fjallað er um málið á vefsíðu LÍÚ. Þar segir að þessar upplýsingar undirstrika að landsbyggðin verður harðast úti verði svokallaðar fyrningarhugmyndir stjórnvalda í sjávarútvegi að veruleika.

 

Fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar hljóðaði svo: Hversu stór hluti aflaheimilda er skráður utan Reykjavíkur- og Suðvesturkjördæma? Svar óskast sundurliðað eftir úthlutuðum kvótabundnum tegundum.

 

Samkvæmt svari ráðherra er 90,28% aflaheimilda í þorski á landsbyggðinni skv. samantekt frá 26. maí. Þegar er horft er til ýsu er hlutfallið 90,23% og í ufsa er það 76,02%. Í karfa er það á hinn bóginn aðeins 60,57%, í úthafskarfa 70,28% og grálúðu 67,22%. Í síld er hlutfallið 96,30%, í loðnu 93,77%, kolmunna 93,02% og í Norsk-íslenskri síld 95,30%. Heildargreiningu eftir tegundum má sjá hér í svari ráðherra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×