Viðskipti innlent

Milljarðamæringur kærður fyrir risasvikamyllu

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Allen Stanford á góðri stundu.
Allen Stanford á góðri stundu. Mynd/Getty Images

Bandaríski milljarðamæringurinn Allen Stanford á yfir höfði sér 375 ára dóm, en hann er sakaður um að hafa rekið svikamyllu sem velti alls sjö milljörðum Bandaríkjadala, eða tæplega 900 milljörðum króna.

Honum er, ásamt aðstoðarfólki sínu, gefið að sök að hafa narrað fleiri en fimm þúsund fjárfesta til að leggja Stanford International Bank til fé með loforðum um mikla ávöxtun. Bankinn hafði aðsetur á Antigua-eyju í Kyrrahafinu, en þar hafði Stanford mútað yfirmanni fjármálaeftirlitsins til að láta starfsemi bankans í friði. Stanford dró síðan féð að sér ásamt yfirmönnum í bankanum falska.

Rannsakendur svikamyllunnar hafa nú fryst um 300 milljónir Bandaríkjadala á bankabókum í Bretlandi, Sviss og Kanada en hafa ekki enn fundið afganginn af fénu.

Stanford var þekktur á Bretlandseyjum fyrir stuðning sinn við framgang krikket íþróttarinnar, auk þess sem hann styrkti íþróttamenn á borð við golfarann Vijay Singh og fótboltaleikmanninn Michael Owen.

Hann kom fyrir dómara í gær og gæti átt yfir höfði sér allt að 375 ára dóm.

Þetta kemur fram á vef Times Online.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×