Viðskipti innlent

Dregur úr hlutfallslegri aukningu atvinnuleysis

Mikið atvinnuleysi hefur einkennt byggingariðnaðinn að undanförnu.
Mikið atvinnuleysi hefur einkennt byggingariðnaðinn að undanförnu.
Dregið hefur úr hlutfallslegri aukningu fjölda atvinnulausra á landinu öllu en í maí mánuði minnkaði fjöldi þeirra sem skráðir eru atvinnulausir um 0,4 prósentustig.

Frá því í lok september og fram til loka mars jókst atvinnuleysi hröðum skrefum, í september voru 2.520 skráðir atvinnulausir en í mars voru atvinnulausir á vinnumarkaði skráðir 16.822. Í maí dró hins vegar örlítið úr atvinnuleysi sem fyrr segir og mældist atvinnuleysi 8,7% í maí. Vinnumálastofnun telur að atvinnuleysi muni ekki breytast mikið í júní mánuði.

Þá verður að hafa í huga að sá hópur sem ekki er að fullu atvinnulaus er stór, þ.e. þeir sem eru á hlutabótum á móti hlutastarfi. Um þessar mundir er fjöldi þeirra sem eru á hlutabótum á móti hlutastarfi um 2.200 manns.

Mikil óvissa ríkir um ástand á vinnumarkaðinum með haustinu en flestir telja að harðna muni á dalnum þegar fer að skyggja með haustinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×