Viðskipti innlent

Össur lækkaði í töluverðum viðskiptum

Gengi bréfa í Össuri lækkuðu um 1,3% í töluverðum viðskiptum í dag, sem námu samtals nær 84 milljónum kr. Úrvalsvísitalan hækkaði hinsvegar um 0,25% og stendur í 266 stigum.

Bakkavör hækkaði um 2,5% og Century Aluminium hækkaði um 1,4%. Hinsvegar lækkaði Icelandair um 5%.

Gengi krónunnar veiktist um 0,6% í dag og stendur gengisvístalan í 233 stigum. Dollarinn kostar nú 128,5 kr., pundið er komið í 211,5 kr. og evran í 179 kr. Þá er danska krónan komin yfir 24 kr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×