Viðskipti innlent

Nova fær GSM 1800-leyfi PFS

Nova fékk GSM tíðniheimild á 1800 MHz-tíðnisviðinu.
Nova fékk GSM tíðniheimild á 1800 MHz-tíðnisviðinu.

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur úthlutað símafyrirtækinu Nova tíðniheimild á GSM 1800 MHz-tíðnisviðinu, án útboðs.

Ákvörðunin um úthlutunina er tekin að höfðu samráði við önnur fyrirtæki á fjarskiptamarkaði, þar sem jafnframt var til umfjöllunar framtíðarskipan tíðnisviðsins.

Þegar kallað var eftir athugasemdum var meðal annars vísað til þess að nokkur þeirra fyrirtækja sem fengið höfðu leyfi til uppbyggingar á 1800-tíðnisviðinu hefðu ekki staðið við skilyrði úthlutunarinnar og eitt leyfi meðal annars verið afturkallað. Þá komi aðstæður í efnahag þjóðarinnar til með að hafa áhrif á áform um uppbyggingu á þriðju kynslóðar farsímaneti (3G) og hægja á endur­nýjun farsíma yfir í síma sem nýtt geti það kerfi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×