Viðskipti innlent

Stykjum úr sjóðnum AlheimsAuður úthlutað á morgun

Kristín Pétursdóttir og Halla Tómasdóttir eru stofnendur Auðar Capital.
Kristín Pétursdóttir og Halla Tómasdóttir eru stofnendur Auðar Capital.
Á morgun, 19. júní, verður í fyrsta sinn úthlutað styrkjum úr sjóðnum AlheimsAuður sem er góðgerðarsjóður á vegum Auðar Capital. Auður Capital veitir ráðgjöf á sviði fjárfestinga en fyrirtækið hefur starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki og starfar undir eftirliti FME.

Stefna AlheimsAuðar er að hvetja konur til athafna og frumkvæðis og er sérstaklega horft til þess að ljá konum í þróunarlöndum styrk til atvinnusköpunar og samfélagsuppbyggingar. Auður Capital leggur á hverju ári 1% af hagnaði sínum í sjóðinn og við það bætast frjáls framlög viðskiptavina Auðar Capital.

AlheimsAuður er sjálfseignarstofnun, stjórn sjóðsins skipa; Guðrún Pétursdóttir formaður, Guðfinna S. Bjarnadóttir og Halla Tómasdóttir, sem er annar af tveimur stofnendum Auðar Capital.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×