Viðskipti innlent

Húsleit hjá Milestone og Sjóvá

Embætti Sérstaks saksóknara er nú við húsleit í höfuðstöðvum Sjóvár. Hörður Arnarson, forstjóri fyrirtækisins, staðfestir að þar séu menn að safna gögnum og starfsmenn fyrirtækisins aðstoði þá eftir bestu getu.

Viðskipti innlent

Afskrift lána Björgólfsfeðga: „Ég skil þetta ekki“

„Það eru engar forsendur fyrir því að afskrifa þetta lán,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, lektor við Háskóla Íslands. „Ég hef ekki hugmynd um hvort þeir geti borgað þetta lán en ef þeir geta borgað, af hverju á þá að afskrifa það? Það verður að reyna á það hvort þeir geti greitt lánið en það er ekki hægt að semja um afskrift á láninu, þetta á hreinlega að fara í innheimtu og fyrir dómstóla,“ sagði Vilhjálmur.

Viðskipti innlent

Markmiðið að draga úr ríkiseigu bankanna

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, sagði í dag á fundi um endurreisn bankakerfisins að það væri margt að gerast í málefnum bankanna. „Endurreisnin þolir ekki langa bið og eigendastefna bankanna verður tekin á næstu vikum. Við verðum að huga sérstaklega að samkeppnissjónarmiðum þegar kemur að því að selja hluti úr bönkunum," sagði Gylfi.

Viðskipti innlent

Nýtt fjármagn frá erlendum kröfuhöfum ólíklegt

„Markmið samningaviðræðna okkar er að bankarnir séu nægilega vel fjármagnaðir og þeir njóti alþjóðlegs trausts og virðingar. Síðast en ekki síst eru samningar við kröfuhafa lykilatriði," sagði Helga Valfells, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra á fundi í Þjóðmenningarhúsinu um endurreisn bankakerfisins. Hún telur litlar líkur á því að erlendu kröfuhafarnir setji nýtt fjármagn inn í nýju bankana.

Viðskipti innlent

Tafir á uppbyggingu bankanna tefja efnahagsbata

Mats Josefsson ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í uppbyggingu bankakerfisins, segir að erlendir aðilar muni ekki hafa áhuga á að koma inn í íslenska bankastarfsemi fyrr en um tveimur árum að lokinni uppbyggingu bankanna og ljóst orðið að þeir beri sig. Þrjár nefndir Alþingis fjalla í dag um Icesave samningana.

Viðskipti innlent

Háir innlánsvextir auka áhættusækni banka

Bandarískir bankar sem hafa boðið háa vexti á innlánum sínum standa nú margir hverjir frammi fyrir verulegum vanda. Ástæðan fyrir vandanum eru svokallaðir heitir peningar (e. hot money). Heitir peningar eru innstæður á hávaxtareikningum sem síðan eru lánaðir til áhættusamra verkefna.

Viðskipti innlent