Viðskipti innlent

Síminn gerir rammasamning við Ríkiskaup

Ríkiskaup hafa gert rammasamning við Símann um talsíma-, farsíma- og Internetþjónustu auk gagnaflutnings. Samningurinn tók gildi 1. september og felur í sér kaup á þjónustu Símans fyrir ríkisfyrirtæki og sveitarfélög sem eru aðilar að samningnum.

Viðskipti innlent

Ísland stefnir í greiðsluþrot

Erlendar skuldir Íslands eru að nálgast þolmörk þau sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setti í nóvember. Heildarskuldir íslenska þjóðarbúsins og gömlu bankanna umfram eignir eru nærri sexþúsund milljarðar króna - það er á við átta Icesavesamninga. Við stefnum í greiðsluþrot segir Gunnar Tómasson hagfræðingur og fyrrverandi starfsmaður AGS.

Viðskipti innlent

Straumur: Verulega búið að taka til hjá West Ham

Georg Andersen forstöðumaður samskiptasviðs Straums segir að verulega sé búið að taka til í fjármálum enska úrvalsdeildarliðsins West Ham. CB Holding tók yfir eignarhaldið á West Ham um mitt þetta ár en félagið er 70% í eigu Straums og 30% í eigu Landsbankans, Byr og fleiri.

Viðskipti innlent

Skráning Össur hf. í Kaupmannahöfn var samþykkt

Umsókn Össurar hf. um skráningu hlutabréfa félagsins í kauphöllina í Kaupmannahöfn hefur verið samþykkt. Hlutabréf Össurar verða opinberlega skráð og tekin til viðskipta 4. september 2009. Hlutabréf Össurar munu áfram vera skráð í kauphöllina á Íslandi.

Viðskipti innlent

Gistinætur í júlí svipaðar og í fyrra

Gistinætur á hótelum í júlí síðastliðnum voru 203.400 en voru 202.200 í sama mánuði árið 2008. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum nema á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða og á Suðurlandi.

Viðskipti innlent

Hærri skattur á álfyrirtæki

Björn Valur Gíslason, varaformaður fjárlaganefndar, vill að rætt verði við álfyrirtækin og fleiri stórfyrirtæki um að þau komi að lausn á fjárhagsvanda þjóðarinnar. Hann nefnir sérstaklega hækkun á tekjuskatti þessara fyrirtækja. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.

Viðskipti innlent

Ríkið setur sér eigendastefnu

Ríkið hefur sett sér eigendastefnu í fjármálafyrirtækjum og er henni ætlað að skýra fyrirætlanir ríkisins sem eiganda að fjármálafyrirtækjum. Fram kemur í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu að þetta er í fyrsta skipti sem skýr og skrifleg eigandastefnu er sett fram af hálfu ríkisins. Ætlunin er að eigandastefna ríkisins í fjármálafyrirtækjum geti orðið fyrirmynd að almennri eigandastefnu ríkisins sem unnin verði á næstu misserum og nái til allra félaga og fyrirtækja sem ríkið á hluti í.

Viðskipti innlent

50 sagt upp í þremur hópuppsögnum

Vinnumálastofnun bárust 3 hópuppsagnir í ágústmánuði þar sem sagt var upp samtals 50 manns. Á heimasíðu stofnunarinnar segir að um sé að ræða fyrirtæki í byggingariðnaði eða skyldri starfsemi og er ástæðan fyrirsjáanlegur verkefnaskortur og að verkefnum er að ljúka á næstu vikum.

Viðskipti innlent

Rólegur dagur í Kauphöllinni

Dagurinn var fremur rólegur í kauphöllinni í dag. Úrvalsvísitalan OMX15 hækkaði um 0,9%. Ekkert félag hækkaði í Kauphöllinni í dag. Nýherji lækkaði mest allra félaga eða um rúm 47%. Þá lækkaði Atlantic Petroleum um 6,2% og Össur um 2%.

Viðskipti innlent

Ný stjórn tekin við Teymi

Nýir eigendur Teymis hf. tóku við stjórnartaumum í félaginu á aðalfundi í dag, þar sem ný stjórn var kjörin. Landsbankinn er langstærsti hluthafinn í félaginu með um 62 prósenta hlut. Með stjórnarskiptunum lauk formlega fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins, sem staðið hefur stærstan hluta ársins. Nýr stjórnarformaður Teymis er Þórður Ólafur Þórðarson en aðrir stjórnarmenn eru Einar Páll Tamimi, Gísli Valur Guðjónsson, Lúðvík Örn Steinarsson og Steinþór Baldursson. Í tilkynningu frá nýrri stjórn er því fagnað að fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins sé nú endanlega lokið. Með henni hafi tekist að að koma félaginu fyrir vind í því mikla efnahagsóveðri sem geisað hefur undanfarið ár og eyða óvissunni um framtíð félagsins.

Viðskipti innlent

Iceland Express aftur til Stansted

Iceland Express ætlar að hefja flug til Stansted flugvallar í London á ný frá og með 2. nóvember næstkomandi. Flogið verður tvisvar í viku, á föstudögum og mánudögum. Áfram verður flogið daglega til Gatwick-flugvallar.

Viðskipti innlent

Havila Shipping gerir tilboð í íslensk skuldabréf

Norska skipafélagið Havila Shipping hefur gert tilboð í íslensk skuldabréf sem gefin voru út árið 2005 og eiga að koma til borgunnar á næsta ári. Skuldabréfaflokkur þessi er skráður í kauphöllinni undir heitinu HAV 05 1 Iceland. Upphæð hans nemur 250 milljónum norskra kr. eða ríflega 5 milljörðum kr.

Viðskipti innlent

Úrslitatilraun til að flæma Portland Aalborg af markaðinum

Kjarni málsins er þessi: Tilgangur alls þessa dæmalausa málatilbúnaðar er úrslitatilraun til þess að flæma Aalborg Portland frá íslenskum markaði. Öllu skal til tjaldað og í engu sparað þrátt fyrir bágborinn efnahag Sementsverksmiðjunnar, skuldasöfnun og kostnað sem af hlýst. Skiptir þá engu þó að framleiðslukostnaður sé hærri en söluverð.

Viðskipti innlent

OECD: Frysta eða lækka laun opinberra starfsmanna

Meðal þeirra atriði sem OECD ræðir um í nýrri skýrslu sinni um Ísland er að hin mikla raunhækkun launa meðal opinbera starfsmanna á undan förnum árum þurfi nú að ganga til baka. OECD mælir með því að launin verði fryst eða lækkuð sem liður í niðurskurðaráformum ríkisstjórnarinnar.

Viðskipti innlent

Atvinnulausum fer fjölgandi á nýjan leik

Atvinnulausum fjölgaði í ágúst og er það í fyrsta sinn sem þeim fjölgar frá því í mars síðastliðnum samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun. Atvinnulausir skráðir á vinnumiðlunum í ágústbyrjun voru 15.217 en núna ríflega mánuði síðar eru þeir 15.480 og hefur því fjölgað um 263 á tímabilinu.

Viðskipti innlent