Viðskipti innlent Ísland var í 16. sæti yfir aflahæstu fiskveiðiþjóðirnar Ísland var í 16. sæti listans yfir aflahæstu fiskveiðiþjóðir heims árið 2006 með heildarafla upp á 1,35 milljónir tonna. Viðskipti innlent 16.9.2009 15:26 Royal Court á Guernsey heimilar málsókn gegn neyðarlögunum Umsjónarmenn þrotabús Landsbankans á Guernsey, sem eru frá Deloitte, munu hefja málsókn fyrir íslenskum dómstóli gegn neyðarlögunum fari svo að þeim takist ekki að hámarka endurheimtur fyrir innistæðueigendur bankans á eyjunni. The Royal Court á Guernsey, æðsti dómstóll eyjunnar, hefur nú heimilað umsjónarmönnunum slíka málsókn. Viðskipti innlent 16.9.2009 13:54 Vöruinnflutningur 44% minni en á sama tíma í fyrra Vöruinnflutningur var 44% minni að magni til á fyrstu sjö mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra. Á sama tíma skrapp vöruútflutningur saman um tæp 4%. Þetta kemur fram í tölum sem Hagstofan sendi frá sér í morgun. Viðskipti innlent 16.9.2009 12:59 Magma vill stærri hlut í Hs Orku Magma Energy stefnir á að eignast fimmtíu prósenta hlut í HS orku. Þessa sagði Ross Beaty, forstjóri fyrirtækisins, á símafundi vegna þriggja mánaða uppgjörs félagsins í gær. Magma á nú 43 prósenta hlut í félaginu. Beaty sagðist vinna að því hörðum höndum að auka hlut Magma í HS orku enn frekar. Viðskipti innlent 16.9.2009 12:22 Spá óbreyttum stýrivöxtum Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunardegi bankans 24. september næstkomandi. Vísar Greining til þess að í yfirlýsingu nefndarinnar sem birt var á síðasta vaxtaákvörðunardegi bankans 13. ágúst síðastliðinn segi að sterkari króna sé forsenda áframhaldandi slökunar peningalegs aðhalds. Viðskipti innlent 16.9.2009 12:20 Hækkanir opinberra gjalda vofa yfir Gjaldskrárhækkanir eru framundan hjá bæði ríki, sveitarfélögum og orkufyrirtækjum. Að einhverju leyti skýrast þessi atriði nánar í næsta mánuði þegar ríkisstjórnin kynnir fjárlög fyrir árið 2010. Greiningadeild Kaupþings telur að þessi atriði gætu hækkað vísitölu neysluverðs um 3,1%, en áhrifin dreifist yfir árin 2009-2011. Viðskipti innlent 16.9.2009 09:59 Vísitala íbúðaverðs í borginni hækkar annan mánuðinn í röð Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,8% samkvæmt nýjum tölum Fasteignaskrár Íslands. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem vísitala íbúðaverðs hækkar. Viðskipti innlent 16.9.2009 08:06 Yfirlýsing frá Gaumi ehf Í tilefni frétta af fjárkröfu skiptastjóra þb. Baugs Group hf. á hendur Fjárfestingarfélaginu Gaumi ehf. og fleiri aðilum vegna kaupa 1998 ehf. á 95,7% af heildarhlutafé Haga hf. hefur Fjárfestingarfélagið Gaumur ehf. sent yfirlýsingu þar sem Gaumur vill koma eftirfarandi á framfæri: Viðskipti innlent 15.9.2009 22:02 Century Aluminium hækkar Hlutir í Century Aluminium hækkuðu um 1,4% í dag en mjög lítil viðskipti voru á bakvið þá hækkun. Þá hækkaði Össur um 0,4%. Annars endaði dagurinn í rauðu því úrvalsvísitalan OMX16 lækkaði um 0,16%. Viðskipti innlent 15.9.2009 15:43 Þórarinn aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands Seðlabankastjóri hefur ráðið Þórarinn G. Pétursson í stöðu aðalhagfræðings Seðlabanka Íslands. Ráðningin fór fram að undangenginni auglýsingu og að afloknu sérstöku mati hæfnisnefndar. Viðskipti innlent 15.9.2009 15:11 Hjól atvinnulífsins snúast á Grundartanga Töluverðar gatnagerðaframkvæmdir á vegum Faxaflóahafna eru nú á Grundartanga og uppbygging tveggja fyrirtækja á nýjum lóðum er komin á gott skrið. Viðskipti innlent 15.9.2009 13:52 Álverð fer lækkandi eftir hagstætt sumar Álverð hefur lækkað á heimsmarkaði um tæp 8% undanfarinn mánuð eftir mjög hagstæða verðþróun nær allt sumarið. Verðið er þó enn 17% hærra en um síðustu áramót. Viðskipti innlent 15.9.2009 12:11 Ástarbréfin þjóðarbúinu dýrkeypt Tapaðar veðkröfur Seðlabankans vegna ástarbréfa bankanna eru meiri en sem nemur niðurskurði í ríkisfjármálum á næstu tveimur til þremur árum. Viðskipti innlent 15.9.2009 12:09 Heildaraflinn í ágúst minnkar um 11,9% milli ára Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum ágústmánuði, metinn á föstu verði, var 11,9% minni en í ágúst 2008. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 5,7% miðað við sama tímabil 2008, sé hann metinn á föstu verði. Viðskipti innlent 15.9.2009 09:13 Business.dk: Jón Ásgeir stjórnar enn Íslandi Á viðskiptasíðu danska blaðsins Berlingske Tidende, Business.dk, í dag er grein um Jón Ásgeir Jóhannesson undir fyrirsögninni „Jón Ásgeir stjórnar enn Íslandi“. Þar er greint frá því að Jón Ásgeir sé enn umsvifamikill í íslensku atvinnulífi þrátt fyrir milljarða króna gjaldþrot Baugs. Viðskipti innlent 15.9.2009 09:09 Vísar á bug gagnrýni vegna Landsbankans í Lúx Lárentínus Kristjánsson vísar á bug gagnrýni á skilanefndina vegna málefna hins gjaldþrota banka í Lúxemborg og segir sökina liggja hjá fulltrúum fjármálayfirvalda ytra. Þetta kom fram í kvöldfréttum Rúv. Viðskipti innlent 14.9.2009 19:47 Uppsveifla á skuldabréfamarkaðinum Töluvert líf var á skuldabréfamarkaðinum í dag og nam veltan 16,7 milljörðum kr. Er þetta tvöfalt meiri velta en á föstudaginn síðasta. Viðskipti innlent 14.9.2009 16:00 Nýja Kaupþing endurbætir reglur fyrir fyrirtækji í skuldavanda Nýi Kaupþing banki gefur í dag út endurbættar verklagsreglur fyrir fyrirtæki í skuldavanda. Tilefni slíkra reglna eru þær aðstæður sem ríkja í efnahagslífinu. Viðskipti innlent 14.9.2009 12:33 Heimilin herða sultarólina, ferðamenn eyða meiru Lítið lát er á samdrætti einkaneyslu hérlendis ef marka má nýbirtar tölur um kortaveltu og veltu í smásöluverslun. Virðast heimilin skera við nögl flest annað en brýnustu nauðsynjar þessa dagana. Hinsvegar eyða ferðamenn fé á landinu sem aldrei fyrr. Viðskipti innlent 14.9.2009 12:13 Spáir lítilsháttar lækkun á ársverðbólgunni Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,7% í september. Ef spáin gengur eftir mun 12 mánaða verðbólga lækka lítillega, úr 10,9% í 10,7%. Viðskipti innlent 14.9.2009 12:05 Málstofa SÍ um endurskipulag skulda heimila og fyrirtækja Málstofa um endurskipulagningu skulda heimila og fyrirtækja verður haldin á morgun 15. september kl. 15:00 í fundarsal Seðlabankans (SÍ), Sölvhóli. Viðskipti innlent 14.9.2009 10:26 Fyrirtaka í greiðslustöðvun flugrisa Eignarhaldsfélagið Northern Travel Holdings hefur óskað eftir greiðslustöðvun í Héraðsdómi Reykjavíkur en fyrirtaka fer fram í málinu í dag. Félagið var aðallega í eigu Fons hf. Viðskipti innlent 14.9.2009 09:55 Heildarvelta kreditkorta minnkar um 17,2% milli ára Heildarvelta kreditkorta í ágústmánuði var 23,7 milljarðar kr. samanborið við 28,6 milljarða kr. á sama tíma í fyrra og er þetta 17,2 % samdráttur milli ára. Viðskipti innlent 14.9.2009 09:23 SFO hefur rannsakað íslensku bankana í fleiri mánuði Breska efnahagsbrotalögreglan (SFO) eða Serious Fraud Office hefur rannsakað starfsemi íslensku bankanna í Bretlandi í fleiri mánuði. Þetta kemur fram í umfjöllun Financial Times um samstarf SFO og embættis sérstaks saksóknara. Viðskipti innlent 14.9.2009 09:03 Kópavogur tapaði 1,2 milljarði á fyrri helming ársins Tap Kópavogsbæjar á fyrstu sex mánuðum ársins nam 1,2 milljarði kr. en áætlanir gerðu ráð fyrir rúmlega 100 milljón kr. hagnaði. Samkvæmt tilkynningu um uppgjörið segir að frávik frá áætlun liggi aðallega í fjármagnsliðum. Viðskipti innlent 14.9.2009 08:40 Búið að selja alla hluti Exista í Bakkavör Viðskiptum með alla hluti Exista í Bakkavör Group er lokið í samræmi við tilkynningar félagsins frá 10. október 2008. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bakkavör. Viðskipti innlent 14.9.2009 08:31 Seðlabankastjóri boðar hert eftirlit með gjaldeyrishöftum Már Guðmundsson seðlabankastjóri boðar hert eftirlit með gjaldeyrishöftunum og segir að Seðlabankinn muni fljótlega tilkynna um slíkt. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Má í Morgunblaðinu í dag. Viðskipti innlent 14.9.2009 08:14 Minnkandi velta í smásöluverslun í ágúst Velta í dagvöruverslun dróst saman um 5,4% á föstu verðlagi í ágúst miðað við sama mánuð í fyrra og jókst um 11,2% á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðarbundnum þáttum nam samdráttur í veltu dagvöruverslana í ágúst 3,3% frá sama mánuði í fyrra. Verð á dagvöru hækkaði um 17,5% á síðastliðnum 12 mánuðum. Viðskipti innlent 14.9.2009 08:01 Vonar að kröfuhafar eignist Íslandsbanka Fjármálaráðuneytið og skilanefnd Glitnis fyrir hönd kröfuhafa bankans undirrituðu í gær samkomulag um uppgjör vegna Glitnis. Viðskipti innlent 14.9.2009 05:30 Þrotabú Baugs kann að geta krafið Kaupþing um milljarða Þrotabú Baugs kann að geta krafið Kaupþing um milljarða íslenskra króna vegna uppgreiðslu á lánum með söluandvirði Haga. Aðrir kröfuhafar hefðu átt ríkari rétt á að fá skuldir sínar greiddar en bankinn. Viðskipti innlent 13.9.2009 18:29 « ‹ ›
Ísland var í 16. sæti yfir aflahæstu fiskveiðiþjóðirnar Ísland var í 16. sæti listans yfir aflahæstu fiskveiðiþjóðir heims árið 2006 með heildarafla upp á 1,35 milljónir tonna. Viðskipti innlent 16.9.2009 15:26
Royal Court á Guernsey heimilar málsókn gegn neyðarlögunum Umsjónarmenn þrotabús Landsbankans á Guernsey, sem eru frá Deloitte, munu hefja málsókn fyrir íslenskum dómstóli gegn neyðarlögunum fari svo að þeim takist ekki að hámarka endurheimtur fyrir innistæðueigendur bankans á eyjunni. The Royal Court á Guernsey, æðsti dómstóll eyjunnar, hefur nú heimilað umsjónarmönnunum slíka málsókn. Viðskipti innlent 16.9.2009 13:54
Vöruinnflutningur 44% minni en á sama tíma í fyrra Vöruinnflutningur var 44% minni að magni til á fyrstu sjö mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra. Á sama tíma skrapp vöruútflutningur saman um tæp 4%. Þetta kemur fram í tölum sem Hagstofan sendi frá sér í morgun. Viðskipti innlent 16.9.2009 12:59
Magma vill stærri hlut í Hs Orku Magma Energy stefnir á að eignast fimmtíu prósenta hlut í HS orku. Þessa sagði Ross Beaty, forstjóri fyrirtækisins, á símafundi vegna þriggja mánaða uppgjörs félagsins í gær. Magma á nú 43 prósenta hlut í félaginu. Beaty sagðist vinna að því hörðum höndum að auka hlut Magma í HS orku enn frekar. Viðskipti innlent 16.9.2009 12:22
Spá óbreyttum stýrivöxtum Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunardegi bankans 24. september næstkomandi. Vísar Greining til þess að í yfirlýsingu nefndarinnar sem birt var á síðasta vaxtaákvörðunardegi bankans 13. ágúst síðastliðinn segi að sterkari króna sé forsenda áframhaldandi slökunar peningalegs aðhalds. Viðskipti innlent 16.9.2009 12:20
Hækkanir opinberra gjalda vofa yfir Gjaldskrárhækkanir eru framundan hjá bæði ríki, sveitarfélögum og orkufyrirtækjum. Að einhverju leyti skýrast þessi atriði nánar í næsta mánuði þegar ríkisstjórnin kynnir fjárlög fyrir árið 2010. Greiningadeild Kaupþings telur að þessi atriði gætu hækkað vísitölu neysluverðs um 3,1%, en áhrifin dreifist yfir árin 2009-2011. Viðskipti innlent 16.9.2009 09:59
Vísitala íbúðaverðs í borginni hækkar annan mánuðinn í röð Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,8% samkvæmt nýjum tölum Fasteignaskrár Íslands. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem vísitala íbúðaverðs hækkar. Viðskipti innlent 16.9.2009 08:06
Yfirlýsing frá Gaumi ehf Í tilefni frétta af fjárkröfu skiptastjóra þb. Baugs Group hf. á hendur Fjárfestingarfélaginu Gaumi ehf. og fleiri aðilum vegna kaupa 1998 ehf. á 95,7% af heildarhlutafé Haga hf. hefur Fjárfestingarfélagið Gaumur ehf. sent yfirlýsingu þar sem Gaumur vill koma eftirfarandi á framfæri: Viðskipti innlent 15.9.2009 22:02
Century Aluminium hækkar Hlutir í Century Aluminium hækkuðu um 1,4% í dag en mjög lítil viðskipti voru á bakvið þá hækkun. Þá hækkaði Össur um 0,4%. Annars endaði dagurinn í rauðu því úrvalsvísitalan OMX16 lækkaði um 0,16%. Viðskipti innlent 15.9.2009 15:43
Þórarinn aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands Seðlabankastjóri hefur ráðið Þórarinn G. Pétursson í stöðu aðalhagfræðings Seðlabanka Íslands. Ráðningin fór fram að undangenginni auglýsingu og að afloknu sérstöku mati hæfnisnefndar. Viðskipti innlent 15.9.2009 15:11
Hjól atvinnulífsins snúast á Grundartanga Töluverðar gatnagerðaframkvæmdir á vegum Faxaflóahafna eru nú á Grundartanga og uppbygging tveggja fyrirtækja á nýjum lóðum er komin á gott skrið. Viðskipti innlent 15.9.2009 13:52
Álverð fer lækkandi eftir hagstætt sumar Álverð hefur lækkað á heimsmarkaði um tæp 8% undanfarinn mánuð eftir mjög hagstæða verðþróun nær allt sumarið. Verðið er þó enn 17% hærra en um síðustu áramót. Viðskipti innlent 15.9.2009 12:11
Ástarbréfin þjóðarbúinu dýrkeypt Tapaðar veðkröfur Seðlabankans vegna ástarbréfa bankanna eru meiri en sem nemur niðurskurði í ríkisfjármálum á næstu tveimur til þremur árum. Viðskipti innlent 15.9.2009 12:09
Heildaraflinn í ágúst minnkar um 11,9% milli ára Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum ágústmánuði, metinn á föstu verði, var 11,9% minni en í ágúst 2008. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 5,7% miðað við sama tímabil 2008, sé hann metinn á föstu verði. Viðskipti innlent 15.9.2009 09:13
Business.dk: Jón Ásgeir stjórnar enn Íslandi Á viðskiptasíðu danska blaðsins Berlingske Tidende, Business.dk, í dag er grein um Jón Ásgeir Jóhannesson undir fyrirsögninni „Jón Ásgeir stjórnar enn Íslandi“. Þar er greint frá því að Jón Ásgeir sé enn umsvifamikill í íslensku atvinnulífi þrátt fyrir milljarða króna gjaldþrot Baugs. Viðskipti innlent 15.9.2009 09:09
Vísar á bug gagnrýni vegna Landsbankans í Lúx Lárentínus Kristjánsson vísar á bug gagnrýni á skilanefndina vegna málefna hins gjaldþrota banka í Lúxemborg og segir sökina liggja hjá fulltrúum fjármálayfirvalda ytra. Þetta kom fram í kvöldfréttum Rúv. Viðskipti innlent 14.9.2009 19:47
Uppsveifla á skuldabréfamarkaðinum Töluvert líf var á skuldabréfamarkaðinum í dag og nam veltan 16,7 milljörðum kr. Er þetta tvöfalt meiri velta en á föstudaginn síðasta. Viðskipti innlent 14.9.2009 16:00
Nýja Kaupþing endurbætir reglur fyrir fyrirtækji í skuldavanda Nýi Kaupþing banki gefur í dag út endurbættar verklagsreglur fyrir fyrirtæki í skuldavanda. Tilefni slíkra reglna eru þær aðstæður sem ríkja í efnahagslífinu. Viðskipti innlent 14.9.2009 12:33
Heimilin herða sultarólina, ferðamenn eyða meiru Lítið lát er á samdrætti einkaneyslu hérlendis ef marka má nýbirtar tölur um kortaveltu og veltu í smásöluverslun. Virðast heimilin skera við nögl flest annað en brýnustu nauðsynjar þessa dagana. Hinsvegar eyða ferðamenn fé á landinu sem aldrei fyrr. Viðskipti innlent 14.9.2009 12:13
Spáir lítilsháttar lækkun á ársverðbólgunni Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,7% í september. Ef spáin gengur eftir mun 12 mánaða verðbólga lækka lítillega, úr 10,9% í 10,7%. Viðskipti innlent 14.9.2009 12:05
Málstofa SÍ um endurskipulag skulda heimila og fyrirtækja Málstofa um endurskipulagningu skulda heimila og fyrirtækja verður haldin á morgun 15. september kl. 15:00 í fundarsal Seðlabankans (SÍ), Sölvhóli. Viðskipti innlent 14.9.2009 10:26
Fyrirtaka í greiðslustöðvun flugrisa Eignarhaldsfélagið Northern Travel Holdings hefur óskað eftir greiðslustöðvun í Héraðsdómi Reykjavíkur en fyrirtaka fer fram í málinu í dag. Félagið var aðallega í eigu Fons hf. Viðskipti innlent 14.9.2009 09:55
Heildarvelta kreditkorta minnkar um 17,2% milli ára Heildarvelta kreditkorta í ágústmánuði var 23,7 milljarðar kr. samanborið við 28,6 milljarða kr. á sama tíma í fyrra og er þetta 17,2 % samdráttur milli ára. Viðskipti innlent 14.9.2009 09:23
SFO hefur rannsakað íslensku bankana í fleiri mánuði Breska efnahagsbrotalögreglan (SFO) eða Serious Fraud Office hefur rannsakað starfsemi íslensku bankanna í Bretlandi í fleiri mánuði. Þetta kemur fram í umfjöllun Financial Times um samstarf SFO og embættis sérstaks saksóknara. Viðskipti innlent 14.9.2009 09:03
Kópavogur tapaði 1,2 milljarði á fyrri helming ársins Tap Kópavogsbæjar á fyrstu sex mánuðum ársins nam 1,2 milljarði kr. en áætlanir gerðu ráð fyrir rúmlega 100 milljón kr. hagnaði. Samkvæmt tilkynningu um uppgjörið segir að frávik frá áætlun liggi aðallega í fjármagnsliðum. Viðskipti innlent 14.9.2009 08:40
Búið að selja alla hluti Exista í Bakkavör Viðskiptum með alla hluti Exista í Bakkavör Group er lokið í samræmi við tilkynningar félagsins frá 10. október 2008. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bakkavör. Viðskipti innlent 14.9.2009 08:31
Seðlabankastjóri boðar hert eftirlit með gjaldeyrishöftum Már Guðmundsson seðlabankastjóri boðar hert eftirlit með gjaldeyrishöftunum og segir að Seðlabankinn muni fljótlega tilkynna um slíkt. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Má í Morgunblaðinu í dag. Viðskipti innlent 14.9.2009 08:14
Minnkandi velta í smásöluverslun í ágúst Velta í dagvöruverslun dróst saman um 5,4% á föstu verðlagi í ágúst miðað við sama mánuð í fyrra og jókst um 11,2% á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðarbundnum þáttum nam samdráttur í veltu dagvöruverslana í ágúst 3,3% frá sama mánuði í fyrra. Verð á dagvöru hækkaði um 17,5% á síðastliðnum 12 mánuðum. Viðskipti innlent 14.9.2009 08:01
Vonar að kröfuhafar eignist Íslandsbanka Fjármálaráðuneytið og skilanefnd Glitnis fyrir hönd kröfuhafa bankans undirrituðu í gær samkomulag um uppgjör vegna Glitnis. Viðskipti innlent 14.9.2009 05:30
Þrotabú Baugs kann að geta krafið Kaupþing um milljarða Þrotabú Baugs kann að geta krafið Kaupþing um milljarða íslenskra króna vegna uppgreiðslu á lánum með söluandvirði Haga. Aðrir kröfuhafar hefðu átt ríkari rétt á að fá skuldir sínar greiddar en bankinn. Viðskipti innlent 13.9.2009 18:29
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent