Viðskipti innlent

Royal Court á Guernsey heimilar málsókn gegn neyðarlögunum

Umsjónarmenn þrotabús Landsbankans á Guernsey, sem eru frá Deloitte, munu hefja málsókn fyrir íslenskum dómstóli gegn neyðarlögunum fari svo að þeim takist ekki að hámarka endurheimtur fyrir innistæðueigendur bankans á eyjunni. The Royal Court á Guernsey, æðsti dómstóll eyjunnar, hefur nú heimilað umsjónarmönnunum slíka málsókn.

Viðskipti innlent

Magma vill stærri hlut í Hs Orku

Magma Energy stefnir á að eignast fimmtíu prósenta hlut í HS orku. Þessa sagði Ross Beaty, forstjóri fyrirtækisins, á símafundi vegna þriggja mánaða uppgjörs félagsins í gær. Magma á nú 43 prósenta hlut í félaginu. Beaty sagðist vinna að því hörðum höndum að auka hlut Magma í HS orku enn frekar.

Viðskipti innlent

Spá óbreyttum stýrivöxtum

Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunardegi bankans 24. september næstkomandi. Vísar Greining til þess að í yfirlýsingu nefndarinnar sem birt var á síðasta vaxtaákvörðunardegi bankans 13. ágúst síðastliðinn segi að sterkari króna sé forsenda áframhaldandi slökunar peningalegs aðhalds.

Viðskipti innlent

Hækkanir opinberra gjalda vofa yfir

Gjaldskrárhækkanir eru framundan hjá bæði ríki, sveitarfélögum og orkufyrirtækjum. Að einhverju leyti skýrast þessi atriði nánar í næsta mánuði þegar ríkisstjórnin kynnir fjárlög fyrir árið 2010. Greiningadeild Kaupþings telur að þessi atriði gætu hækkað vísitölu neysluverðs um 3,1%, en áhrifin dreifist yfir árin 2009-2011.

Viðskipti innlent

Yfirlýsing frá Gaumi ehf

Í tilefni frétta af fjárkröfu skiptastjóra þb. Baugs Group hf. á hendur Fjárfestingarfélaginu Gaumi ehf. og fleiri aðilum vegna kaupa 1998 ehf. á 95,7% af heildarhlutafé Haga hf. hefur Fjárfestingarfélagið Gaumur ehf. sent yfirlýsingu þar sem Gaumur vill koma eftirfarandi á framfæri:

Viðskipti innlent

Century Aluminium hækkar

Hlutir í Century Aluminium hækkuðu um 1,4% í dag en mjög lítil viðskipti voru á bakvið þá hækkun. Þá hækkaði Össur um 0,4%. Annars endaði dagurinn í rauðu því úrvalsvísitalan OMX16 lækkaði um 0,16%.

Viðskipti innlent

Business.dk: Jón Ásgeir stjórnar enn Íslandi

Á viðskiptasíðu danska blaðsins Berlingske Tidende, Business.dk, í dag er grein um Jón Ásgeir Jóhannesson undir fyrirsögninni „Jón Ásgeir stjórnar enn Íslandi“. Þar er greint frá því að Jón Ásgeir sé enn umsvifamikill í íslensku atvinnulífi þrátt fyrir milljarða króna gjaldþrot Baugs.

Viðskipti innlent

Minnkandi velta í smásöluverslun í ágúst

Velta í dagvöruverslun dróst saman um 5,4% á föstu verðlagi í ágúst miðað við sama mánuð í fyrra og jókst um 11,2% á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðarbundnum þáttum nam samdráttur í veltu dagvöruverslana í ágúst 3,3% frá sama mánuði í fyrra. Verð á dagvöru hækkaði um 17,5% á síðastliðnum 12 mánuðum.

Viðskipti innlent