Viðskipti innlent

Lognið heldur áfram á fasteignamarkaðinum

45 kaupsamningum var þinglýst vikuna 18 til 24. september á höfuðborgarsvæðinu sem er litlu meira en meðaltal undangenginna tólf vikna. Þá var velta tæpir 1,2 milljarðar kr. sem er svipað og meðaltal síðustu tólf vikna þar á undan.

Viðskipti innlent

Danir loka bensíndælunum

Sífellt fleiri ökumenn í Danmörku stinga af án þess að greiða reikninginn þegar þeir taka bensín. Nú finnst stjórnendum olíufélaganna nóg komið, eftir því sem fram kemur á JyskeVestkysten.

Viðskipti innlent

Landsbankamenn hanna leiki fyrir Apple iPhone og iPod

Fyrrum starfsmenn Landsbankans, sem unnu á vefhönnunardeild bankans, vinna nú við að hanna tölvuleiki fyrir Apple iPhone og iPod. Þeir hafa stofnað sitt eigið fyrirtæki utan um þessa starfsemi, Dexoris, og eru þegar með einn leik á markaðinum sem ber nafnið Peter und Vlad.

Viðskipti innlent

Evrubréf ríkissjóðs hafa hækkað um helming í verði

Stærsti skuldabréfaflokkur ríkissjóðs sem útgefinn er í evrum hefur hækkað í verði á erlendum mörkuðum um helming (50%) frá byrjun marsmánaðar. Fyrir sjö mánuðum síðan fengust rúmlega 60 cent fyrir hverja evru nafnverðs þessara bréfa en í gær voru verðtilboð í þau nálægt 90 centum á evru nafnverðs.

Viðskipti innlent

Líkir innistæðubréfum SÍ við urðun kjötfjallsins fyrr á tíð

Greining Kaupþings segir að markmið Seðlabankans (SÍ) með endurvakningu á útgáfu innistæðubréfa sé að hækka verð á peningum, þ.e. að hækka innlánsvexti í bankakerfinu, rétt eins og urðun kjötfjallsins á sínum tíma var ætluð til að halda uppi verði á kjöti með því að draga úr umfram framboði á þeirri vöru.

Viðskipti innlent

Hræðsla bankamanna lamar bankakerfið

Ákvörðunarfælni bankastarfsmanna og minnkandi lánsfjáreftirspurn skýrir að mestu leyti af hverju peningar safnast nú fyrir inni í viðskiptabönkunum. Þetta er mat seðlabankastjóra. Hann segir að hræðsla bankamanna við að taka ranga ákvörðun hafi lamandi áhrif á bankakerfið.

Viðskipti innlent

Áfangastaðir Iceland Express aldrei verið fleiri

Iceland Express ætlar að hefja flug til Lúxemborgar næsta sumar. Flogið verður tvisvar í viku frá og með 1. júni, á þriðjudögum og fimmtudögum. Þar með fjölgar áfangastöðum félagsins í 22 og hafa aldrei verið fleiri. Nýverið hefur félagið tilkynnt um áætlunarflug til Mílanó á Ítalíu og Birmingham í Bretlandi.

Viðskipti innlent

Ísland með fjórðu hæstu vexti í heimi

Hagfræðideild Landsbankans hefur tekið saman uplýsingar yfir stýrivexti í fjölmörgum löndum heims og sést þar að þótt vextir séu vissulega háir á Íslandi eru til lönd þar sem vextir eru enn hærri. Ísland er raunar með fjórðu hæstu stýrivexti í heiminum.

Viðskipti innlent

Byr tekur yfir viðbótalífeyrissparnað

Fjármálaeftirlitið hefur veitt samþykki fyrir því að Byr sparisjóður verði vörsluaðili viðbótarlífeyrissparnaðar fyrrum viðskiptavina SPRON og nb.is. Færist sparnaðurinn sjálfkrafa til Byrs, þeim að kostnaðarlausu, hálfum mánuði eftir að þeim berst kynningarbréf þess efnis.

Viðskipti innlent

Tæp 80% aukning í sölu á vatni Jóns

Þrátt fyrir miklar efnahagsþrengingar um heim allan hefur sala á Icelandic Glacial vatninu, sem framleitt er af Icelandic Water Holdings, aukist mikið frá því ný verksmiðja félagsins var tekin í gagnið fyrir um ári síðan.

Viðskipti innlent

Fréttaskýring: Norðmenn á undan okkur við Jan Mayen

Allar líkur eru nú á því að Norðmenn verði á undan Íslendingum að hefja olíuleit og vinnslu á Jan Mayen hryggnum. Katrín Júlíusdóttir iðnaðaráðherra segir að áhugi Norðmanna á olíuleit við Jan Mayen styrki Drekasvæðið. Liggur þar til grundvallar að Íslendingar eiga rétt á 25% á þeirri olíu sem finnst Noregsmegin við línuna á Drekasvæðinu og öfugt, Norðmenn eiga rétt á 25% af því sem finnst á Drekasvæðinu sjálfu.

Viðskipti innlent

Innlausnartímabili Alfesca er lokið

Innlausnartímabili vegna hluta í Alfesca hf. lauk á hádegi í dag 24. september. Hlutir í eigu annarra hluthafa en samstarfsaðila verða fluttir til Lur Berri Iceland ehf. og greiðsla fyrir hlutina verður innt af hendi í síðasta lagi 29. september 2009.

Viðskipti innlent