Viðskipti innlent

Lognið heldur áfram á fasteignamarkaðinum

45 kaupsamningum var þinglýst vikuna 18 til 24. september á höfuðborgarsvæðinu sem er litlu meira en meðaltal undangenginna tólf vikna. Þá var velta tæpir 1,2 milljarðar kr. sem er svipað og meðaltal síðustu tólf vikna þar á undan.

 

Hagfræðideild Landsbankans fjallar um málið í Hagsjá sinni. Þar segir að svo virðist sem umsvif á fasteignamarkaði höfuðborgarsvæðisins verði ekki mikið minni en um þessar mundir, það er að segja þegar þau eru metin á grundvelli fjölda kaupsamninga. Frá áramótum hefur þannig 36 samningum verið þinglýst að jafnaði á viku, mest 57 í síðustu viku og minnst 17 í páskavikunni.

 

Hálfs árs meðalfjöldi þinglýstra kaupsamninga hefur verið í kringum 40 á viku frá vormánuðum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×