Viðskipti innlent

Eignastýringafélag kaupir rúm fimm prósent í Marel

Sjóðir á vegum Columbia Wanger Asset Management hafa fest kaup á samtals tæplega 32,2 milljónum hluta í Marel Food Systems hf. sem jafngildir 5,2% eignarhlut. Viðskiptin fara fram á genginu 59,0. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Marel.

Columbia Wanger Asset Management, L.P. er eignastýringarfyrirtæki og dótturfélag Bank of America Corporation.

Við þessi kaup hækkar alþjóðleg eignaraðild í Marel úr 11 prósent í 16 prósent. Í tilkynningu segir að þessi viðskipti séu í samræmi við stefnu fyrirtækisins um breiðari eignaraðild að félaginu.

Tilkynningu Marel má sjá í viðhengi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×