Deutsche Bank: Ísland í betri stöðu en Írland 28. september 2009 10:16 Sérfræðingar Deusche Bank telja að Ísland sé í betri stöðu en Írland til að ná sér út úr kreppunni. Þetta kemur fram í minnisblaði frá bankanum sem ber yfirskriftina: "Írland v Ísland: Er munurinn í rauninni aðeins eitt orð?"Greint er frá þessu í Alphaville dálki blaðsins Financial Times. Minnisblað Deutsche Bank hefst á sögulegum samanburði milli þjóðanna tveggja og því sem þær eiga sameiginlegt. Meðal annars er bent á að þjóðirnar séu mjög líkar í útliti þar sem íslenskir víkingar hafi einatt tekið írskar stúlkur með sér heim úr ránsferðum sínum til Írlands og Skotlands."Augljósasti munurinn á stöðu þjóðanna í dag er að aðild Írlands að ESB gerði það að verkum að landið hafði aðgang að fjármagni til að aðstoða bankakerfið og ríkissjóð. Þetta gerði Írlandi kleyft að forast gengishrunið sem Ísland lenti í, versnandi stöðu einkageirans hvað skuldabyrðar varðar og setningu víðtækra gjaldeyrishafta," segir í áliti bankans.Nú hinsvegar gæti aðild Írlands að evrusvæðinu verið eitt af þeim atriðum sem standa í vegi fyrir efnahagbata.Deutsche Bank bendir á að greinendur segi að fall íslensku krónunnar hafi aðstoðað landið við að ná aftur hluta af samkeppnishæfni sinn. Á móti er Írland fast á evrusvæðinu og getur ekki fellt gengi gjaldmiðls síns.Deutsche Bank segir að fljótandi gengi krónunnar sem var mikill skelfir á síðasta ári gæti orðið vinur Íslands. Náttúruleg auðæfi og aðildarumsókn Íslands að ESB leiði til þess að landið eigi möguleika á að ná sér snögglega að nýju á næstu eina eða tveimur árum.Á móti berst Írland við að auka samkeppnishæfni sína og leitar að nýju viðskiptalíkani. Þar sem stöðnun ríki og hætta sé að verðhjöðnun gæti reynst æ erfiðara að greiða niður stöðugt vaxandi skuldir.Út frá þessi ályktar Deutche Bank að þótt áhættan fyrir efnahagslíf Íslands sé mikil eru jákvæðu atriðin mun augljósari en í dæmi Írlands. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Sérfræðingar Deusche Bank telja að Ísland sé í betri stöðu en Írland til að ná sér út úr kreppunni. Þetta kemur fram í minnisblaði frá bankanum sem ber yfirskriftina: "Írland v Ísland: Er munurinn í rauninni aðeins eitt orð?"Greint er frá þessu í Alphaville dálki blaðsins Financial Times. Minnisblað Deutsche Bank hefst á sögulegum samanburði milli þjóðanna tveggja og því sem þær eiga sameiginlegt. Meðal annars er bent á að þjóðirnar séu mjög líkar í útliti þar sem íslenskir víkingar hafi einatt tekið írskar stúlkur með sér heim úr ránsferðum sínum til Írlands og Skotlands."Augljósasti munurinn á stöðu þjóðanna í dag er að aðild Írlands að ESB gerði það að verkum að landið hafði aðgang að fjármagni til að aðstoða bankakerfið og ríkissjóð. Þetta gerði Írlandi kleyft að forast gengishrunið sem Ísland lenti í, versnandi stöðu einkageirans hvað skuldabyrðar varðar og setningu víðtækra gjaldeyrishafta," segir í áliti bankans.Nú hinsvegar gæti aðild Írlands að evrusvæðinu verið eitt af þeim atriðum sem standa í vegi fyrir efnahagbata.Deutsche Bank bendir á að greinendur segi að fall íslensku krónunnar hafi aðstoðað landið við að ná aftur hluta af samkeppnishæfni sinn. Á móti er Írland fast á evrusvæðinu og getur ekki fellt gengi gjaldmiðls síns.Deutsche Bank segir að fljótandi gengi krónunnar sem var mikill skelfir á síðasta ári gæti orðið vinur Íslands. Náttúruleg auðæfi og aðildarumsókn Íslands að ESB leiði til þess að landið eigi möguleika á að ná sér snögglega að nýju á næstu eina eða tveimur árum.Á móti berst Írland við að auka samkeppnishæfni sína og leitar að nýju viðskiptalíkani. Þar sem stöðnun ríki og hætta sé að verðhjöðnun gæti reynst æ erfiðara að greiða niður stöðugt vaxandi skuldir.Út frá þessi ályktar Deutche Bank að þótt áhættan fyrir efnahagslíf Íslands sé mikil eru jákvæðu atriðin mun augljósari en í dæmi Írlands.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira