Viðskipti innlent

Danir loka bensíndælunum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Danir hafa lokað bensíndælunum. Mynd/ Stefán.
Danir hafa lokað bensíndælunum. Mynd/ Stefán.
Sífellt fleiri ökumenn í Danmörku stinga af án þess að greiða reikninginn þegar þeir taka bensín. Nú finnst stjórnendum olíufélaganna nóg komið, eftir því sem fram kemur á JyskeVestkysten.

„Á nokkrum af þessum stöðum erum við farin að hafa tankana lokaða áður en greitt er og þannig verður það á öllum okkar stöðvum í framtíðinni, segir Jytte Wolff-Sneedorff," upplýsingafulltrúi hjá Q8.

Bensínþjófnuðum fjölgaði árið 2007 þegar bensínlítrinn fór upp í 11 krónur danskar, sem jafngildir tæpum 270 krónum íslenskum. En þrátt fyrir að bensínverðið lækki fjölgar bensínþjófnuðum áfram.

Hér á Íslandi hefur N1 lokað dælunum og verða viðskiptavinir að greiða fyrir bensínið áður en dælan er opnuð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×