Viðskipti innlent

Tæp 80% aukning í sölu á vatni Jóns

Jón Ólafsson
Jón Ólafsson
Þrátt fyrir miklar efnahagsþrengingar um heim allan hefur sala á Icelandic Glacial vatninu, sem framleitt er af Icelandic Water Holdings, aukist mikið frá því ný verksmiðja félagsins var tekin í gagnið fyrir um ári síðan.

Í tilkynningu frá félaginu segir að sala á vatninu hafi aukist um 78% í Bandaríkjunum í smásölu á milli ára og hefur vatnið fest sig rækilega í sessi á Bandaríkjamarkaði.

Það er athafnamaðurinn Jón Ólafsson sem er maðurinn á bak við Icelandic Glacial vatnið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×