Hlutafjáraukning Existu er kolólögleg að mati lögfræðinga Sigríður Mogensen skrifar 26. september 2009 18:43 Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir oft kenndir við Bakkavör. Mynd/ GVA. Hlutafjáraukning Existu þar sem bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir tryggðu sér meirihluta í félaginu er kolólögleg að mati sérfræðinga sem fréttastofa leitaði álits hjá. Engar aðgerðir eru útilokaðar af hálfu stærstu lífeyrissjóða landsins vegna málefna Existu. Nýja Kaupþing kærði forsvarsmenn Existu í gær til sérstaks saksóknara vegna hlutafjárhækkunar Exista og sölu félagsins á hlut sínum í Bakkavör. Íslenskir lífeyrissjóðir eiga líkt og Kaupþing mikilla fjárhagslegra hagsmuna að gæta hjá Existu og ríkir töluverður óróleiki í herbúðum þeirra, meðal annars vegna sölunnar á Bakkavör. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru stærstu lífeyrissjóðir landsins að skoða málin ítarlega þessa dagana. Ekkert sé útilokað hvað varði aðgerðir af þeirra hálfu. Ágúst Guðmundsson viðurkenndi í samtali við fréttastofu í dag að með sölunni á Bakkavör hafi Exista brotið lánasamninga. Hann segir að aðgerðin hafi þó verið nauðsynleg til að vernda hagsmuni allra aðila og bjarga Bakkavör. Eins og fréttastofa hefur áður greint frá er lánið sem bræðurnir fengu frá Existu til að kaupa Bakkavör af félaginu kúlulán - en kúlulán eru þannig að engin afborgun á sér stað fyrr en í lokin og þá er öll upphæðin greidd til baka í einu. Mikil óvissa er hins vegar um framtíð Existu, og gæti jafnvel farið svo að félagið verði ekki til þegar kemur að því að bræðurnir eiga að inna af hendi greiðslu á þessu átta milljarða króna láni. Og víkjum þá að hlutafjáraukningunni. Á hluthafafundi Exista nokkrum vikum eftir bankahrun var samþykkt að auka hlutafé félagsins um 50 milljarða króna að nafnvirði. Í hlutafélagalögum segir að "greiðsla hlutar megi ekki nema minna en nafnverð hans" Bræðurnir greiddu hins vegar einungis 1 milljarð króna fyrir hlutaféð, eða einn fimmtugasta af nafnverðinu. Fréttastofa leitaði álits hjá fimm lögfræðingum vegna þessa máls í dag. Þeir tóku allir í sama streng, sögðu hlutafjáraukninguna stangast á við fyrrnefnda lagagrein og væri hún því kolólögleg. Einn þeirra orðaði það svo að það vantaði 49 þúsund milljónir upp á að aðgerðin væri lögmæt. Enginn þeirra vildi þó tjá sig undir nafni, vegna óbeinna eða beinna tengsla við Bakkavör eða Existu. Mest lesið SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Hlutafjáraukning Existu þar sem bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir tryggðu sér meirihluta í félaginu er kolólögleg að mati sérfræðinga sem fréttastofa leitaði álits hjá. Engar aðgerðir eru útilokaðar af hálfu stærstu lífeyrissjóða landsins vegna málefna Existu. Nýja Kaupþing kærði forsvarsmenn Existu í gær til sérstaks saksóknara vegna hlutafjárhækkunar Exista og sölu félagsins á hlut sínum í Bakkavör. Íslenskir lífeyrissjóðir eiga líkt og Kaupþing mikilla fjárhagslegra hagsmuna að gæta hjá Existu og ríkir töluverður óróleiki í herbúðum þeirra, meðal annars vegna sölunnar á Bakkavör. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru stærstu lífeyrissjóðir landsins að skoða málin ítarlega þessa dagana. Ekkert sé útilokað hvað varði aðgerðir af þeirra hálfu. Ágúst Guðmundsson viðurkenndi í samtali við fréttastofu í dag að með sölunni á Bakkavör hafi Exista brotið lánasamninga. Hann segir að aðgerðin hafi þó verið nauðsynleg til að vernda hagsmuni allra aðila og bjarga Bakkavör. Eins og fréttastofa hefur áður greint frá er lánið sem bræðurnir fengu frá Existu til að kaupa Bakkavör af félaginu kúlulán - en kúlulán eru þannig að engin afborgun á sér stað fyrr en í lokin og þá er öll upphæðin greidd til baka í einu. Mikil óvissa er hins vegar um framtíð Existu, og gæti jafnvel farið svo að félagið verði ekki til þegar kemur að því að bræðurnir eiga að inna af hendi greiðslu á þessu átta milljarða króna láni. Og víkjum þá að hlutafjáraukningunni. Á hluthafafundi Exista nokkrum vikum eftir bankahrun var samþykkt að auka hlutafé félagsins um 50 milljarða króna að nafnvirði. Í hlutafélagalögum segir að "greiðsla hlutar megi ekki nema minna en nafnverð hans" Bræðurnir greiddu hins vegar einungis 1 milljarð króna fyrir hlutaféð, eða einn fimmtugasta af nafnverðinu. Fréttastofa leitaði álits hjá fimm lögfræðingum vegna þessa máls í dag. Þeir tóku allir í sama streng, sögðu hlutafjáraukninguna stangast á við fyrrnefnda lagagrein og væri hún því kolólögleg. Einn þeirra orðaði það svo að það vantaði 49 þúsund milljónir upp á að aðgerðin væri lögmæt. Enginn þeirra vildi þó tjá sig undir nafni, vegna óbeinna eða beinna tengsla við Bakkavör eða Existu.
Mest lesið SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira