Fréttaskýring: Norðmenn á undan okkur við Jan Mayen Friðrik Indriðason skrifar 24. september 2009 14:14 Allar líkur eru nú á því að Norðmenn verði á undan Íslendingum að hefja olíuleit og vinnslu á Jan Mayen hryggnum. Katrín Júlíusdóttir iðnaðaráðherra segir að áhugi Norðmanna á olíuleit við Jan Mayen styrki Drekasvæðið. Liggur þar til grundvallar að Íslendingar eiga rétt á 25% á þeirri olíu sem finnst Noregsmegin við línuna á Drekasvæðinu og öfugt, Norðmenn eiga rétt á 25% af því sem finnst á Drekasvæðinu sjálfu. Ánægja ráðherrans gæti þó reynst skammvinn ef Norðmenn finna mikið magn af olíu sín megin við línuna og geta hafist handa strax við að dæla henni upp. Tap Íslands myndi þá aukast í takt við þann tíma sem það tæki okkur að komast í gang. Hér má nefna að tækjabúnaður til olíuvinnslu á sjó þetta norðarlega í heiminum er aðallega smíðaður í Noregi. Miðað við aðrar auðlindadeilur við Norðmenn (t.d. um fiskveiðiréttindi) má ætla að þeir myndu ekki flýta sér um of við að útvega olíufyrirtækjum með umboð frá íslenskum stjórnvöldum á Drekasvæðinu slík tæki. Hvað varðar það að hafa tapað báðum þeim aðilum sem ætluðu sér í olíuleit og vinnslu á Drekasvæðinu, Aker og Sagex/Lindir, hefur iðnaðarráðuneytið ekki við neinn annan að sakast en sjálft sig. Það hefur komið fram að háir skattar/gjöld á leitar- og vinnslugjöldunum hafi m.a. valdið því að þessir aðilar hrukku upp af skaftinu. Iðnaðarráðuneytið getur ekki sagt að þetta hafi komið mönnum þar á bæ í opna skjöldu. Benda má á skýrslu sem unnin var fyrir ráðuneytið um olíuvinnslu við Jan Mayen árið 2007. Í Þeirri skýrslu bendir Benedikt Valsson, þá hagfræðingur í fjármálaráðuneytinu, einmitt á þessa hættu. Benedikt segir m.a. hvað skattlaginguna varðar að..."ýmis rök benda til að skynsamlegast sé að farasér hægt í sakirnar í þeim efnum. Hlutfallslega háir skattar og gjöld geta dregið úr áhuga þeirra aðila sem kæmu til greina við olíuleit og framleiðslu." Iðnaðarráðuneytið ákvað að hunsa þessi orð og smurði vel á hvað varðar skatta og gjöld sem Aker og Sagex/Lindir áttu að greiða fyrir áhuga sinn á að leita að og síðan vinna olíu á Drekasvæðinu. Samkvæmt því sem Benedikt bendir á í fyrrgreindri skýrslu gekk þetta þvert á það sem önnur ríki hafa gert. Í skýrslunni segir: „Víða um heim meðal olíuframleiðsluríkja hefur sú þróun átt sér stað að dregið hefur úr beinni gjaldtöku af ýmsum toga. Í stað beinnar gjaldtöku hefur skattlagning hagnaðar fyrirtækja í olíuiðnaði aukist." Það er huggun harmi gegn í þessu máli öllu að umhverfissinnar, og þar á meðal systurflokkur Vinstri grænna, í Noregi hafa brugðist hart við áformum norskra stjórnvalda um olíuleit við Jan Mayen. Það hefur komið frá í fréttum að Bente Nyland forstjóri Olíustofnunnar Noregs vill helst draga olíuborpall á svæðið strax á morgun. Enda telur hún að þarna undir geti verið olíulindir af sömu stærðargráðu og fundust á Troll-svæðinu í Norðursjó eða um 1,4 milljarðar tunna af olíu. Það sem hangir hér á spýtunni hjá Norðmönnum er að þeir verða brátt uppiskroppa með olíulindir sínar við Noreg og í Norðursjó. Talið að þær verði þurrausnar á næstu 40 til 50 árum. Hinsvegar hafa þeir fjárfest gífurlega í tækjabúnaði til að vinna olíu á sjó og vilja ugglaust nýta þann tækjakost áfram hvar sem slíkt verður mögulegt, þar á meðal við Jan Mayen. Í umfjöllun fjölmiðla í Noregi, og á bloggsíðum þar í landi þessa vikuna, hafa umhverfissinnar farið mikinn á móti því að hrófla við Jan Mayen svæðinu. Miðað við það sem þar er sagt hefur núverandi stjórn í Noregi ekki mikla möguleika á að koma olíuvinnslu við Jan Mayen framhjá einum stjórnarflokkanna, fyrrgreindum systurflokki Vinstri grænna eða Sósíalíska vinstriflokknum. Meðan svo er getum við Íslendingar andað rólega og undirbúið okkur betur fyrir þá sem í framtíðinni hyggja á olíuleit/vinnslu á Drekasvæðinu. Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Allar líkur eru nú á því að Norðmenn verði á undan Íslendingum að hefja olíuleit og vinnslu á Jan Mayen hryggnum. Katrín Júlíusdóttir iðnaðaráðherra segir að áhugi Norðmanna á olíuleit við Jan Mayen styrki Drekasvæðið. Liggur þar til grundvallar að Íslendingar eiga rétt á 25% á þeirri olíu sem finnst Noregsmegin við línuna á Drekasvæðinu og öfugt, Norðmenn eiga rétt á 25% af því sem finnst á Drekasvæðinu sjálfu. Ánægja ráðherrans gæti þó reynst skammvinn ef Norðmenn finna mikið magn af olíu sín megin við línuna og geta hafist handa strax við að dæla henni upp. Tap Íslands myndi þá aukast í takt við þann tíma sem það tæki okkur að komast í gang. Hér má nefna að tækjabúnaður til olíuvinnslu á sjó þetta norðarlega í heiminum er aðallega smíðaður í Noregi. Miðað við aðrar auðlindadeilur við Norðmenn (t.d. um fiskveiðiréttindi) má ætla að þeir myndu ekki flýta sér um of við að útvega olíufyrirtækjum með umboð frá íslenskum stjórnvöldum á Drekasvæðinu slík tæki. Hvað varðar það að hafa tapað báðum þeim aðilum sem ætluðu sér í olíuleit og vinnslu á Drekasvæðinu, Aker og Sagex/Lindir, hefur iðnaðarráðuneytið ekki við neinn annan að sakast en sjálft sig. Það hefur komið fram að háir skattar/gjöld á leitar- og vinnslugjöldunum hafi m.a. valdið því að þessir aðilar hrukku upp af skaftinu. Iðnaðarráðuneytið getur ekki sagt að þetta hafi komið mönnum þar á bæ í opna skjöldu. Benda má á skýrslu sem unnin var fyrir ráðuneytið um olíuvinnslu við Jan Mayen árið 2007. Í Þeirri skýrslu bendir Benedikt Valsson, þá hagfræðingur í fjármálaráðuneytinu, einmitt á þessa hættu. Benedikt segir m.a. hvað skattlaginguna varðar að..."ýmis rök benda til að skynsamlegast sé að farasér hægt í sakirnar í þeim efnum. Hlutfallslega háir skattar og gjöld geta dregið úr áhuga þeirra aðila sem kæmu til greina við olíuleit og framleiðslu." Iðnaðarráðuneytið ákvað að hunsa þessi orð og smurði vel á hvað varðar skatta og gjöld sem Aker og Sagex/Lindir áttu að greiða fyrir áhuga sinn á að leita að og síðan vinna olíu á Drekasvæðinu. Samkvæmt því sem Benedikt bendir á í fyrrgreindri skýrslu gekk þetta þvert á það sem önnur ríki hafa gert. Í skýrslunni segir: „Víða um heim meðal olíuframleiðsluríkja hefur sú þróun átt sér stað að dregið hefur úr beinni gjaldtöku af ýmsum toga. Í stað beinnar gjaldtöku hefur skattlagning hagnaðar fyrirtækja í olíuiðnaði aukist." Það er huggun harmi gegn í þessu máli öllu að umhverfissinnar, og þar á meðal systurflokkur Vinstri grænna, í Noregi hafa brugðist hart við áformum norskra stjórnvalda um olíuleit við Jan Mayen. Það hefur komið frá í fréttum að Bente Nyland forstjóri Olíustofnunnar Noregs vill helst draga olíuborpall á svæðið strax á morgun. Enda telur hún að þarna undir geti verið olíulindir af sömu stærðargráðu og fundust á Troll-svæðinu í Norðursjó eða um 1,4 milljarðar tunna af olíu. Það sem hangir hér á spýtunni hjá Norðmönnum er að þeir verða brátt uppiskroppa með olíulindir sínar við Noreg og í Norðursjó. Talið að þær verði þurrausnar á næstu 40 til 50 árum. Hinsvegar hafa þeir fjárfest gífurlega í tækjabúnaði til að vinna olíu á sjó og vilja ugglaust nýta þann tækjakost áfram hvar sem slíkt verður mögulegt, þar á meðal við Jan Mayen. Í umfjöllun fjölmiðla í Noregi, og á bloggsíðum þar í landi þessa vikuna, hafa umhverfissinnar farið mikinn á móti því að hrófla við Jan Mayen svæðinu. Miðað við það sem þar er sagt hefur núverandi stjórn í Noregi ekki mikla möguleika á að koma olíuvinnslu við Jan Mayen framhjá einum stjórnarflokkanna, fyrrgreindum systurflokki Vinstri grænna eða Sósíalíska vinstriflokknum. Meðan svo er getum við Íslendingar andað rólega og undirbúið okkur betur fyrir þá sem í framtíðinni hyggja á olíuleit/vinnslu á Drekasvæðinu.
Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira