Tónlist

Spila í brúðkaupum þar sem brúðhjónin hafa kynnst á Tjarnarsviðinu undir tónum hljómsveitarinnar

Hljómsveitin Brimnes er þaulvön að koma fram og skemmta fólki en hún spilaði á sinni fyrstu Þjóðhátíð fyrir 19 árum síðan. Allir meðlimir sveitarinnar eru fæddir og uppaldir í Eyjum og segja ekkert í heiminum jafnast á við Þjóðhátíð. Þá er í sérstaklega miklu uppáhaldi hjá þeim að sjá fólk verða ástfangið þegar það dansar saman við þeirra tóna.

Tónlist

„Gleymdum vissulega öllu þegar við mættum á svið“

Hljómsveitin Sprite Zero Klan skaust upp á stjörnuhimininn árið 2017 með laginu Tíkin Mín. Þeir eiga að baki sér ófá öflug danslög og þar á meðal nokkur lög sem eru tileinkuð Þjóðhátíð en Sprite Zero Klan verður einmitt í dalnum í ár.

Tónlist

Sá aldrei neitt annað fyrir sér en að verða tónlistarmaður

Tónlistarmaðurinn Ásgeir, áður þekktur undir listamannsnafninu Ásgeir Trausti, fagnar því í ár að tíu ár eru liðin frá því fyrsta platan hans Dýrð í Dauðaþögn kom út. Í tilefni af þessum tímamótum ákvað hann að gefa plötuna aftur út og ásamt því mun hann halda stórtónleika í Eldborg, Hörpu þann 27. ágúst næstkomandi. Það er ýmislegt fleira á döfinni í tónlistarheimi Ásgeirs en þekkt íslenskt tónlistarfólk kemur til með að endurgera þekktustu lög hans á plötu sem enn á eftir að tilkynna hvenær kemur út. Blaðamaður hitti Ásgeir í kaffibolla og fékk að taka púlsinn á honum.

Tónlist

Beyoncé mætt á íslenska listann

Söngkonan og ofurstjarnan Beyoncé er mætt á íslenska listann á FM957 með nýjasta lagið sitt Break my soul. Lagið situr í 13. sæti þessa vikuna og má gera ráð fyrir að það eigi eftir að fara enn hærra.

Tónlist

Taktu þátt í að búa til „helvítis djöfulsins hávaða“

Á morgun, laugardaginn 9. júlí, opnar Curver Thoroddsen hljóðinnsetninguna Helvítis djöfulsins hávaða (riffasúpu dauðans) í Gömlu netagerðinni á Neskaupstað. Innsetningin er hluti af listahátíðinni Innsævi í Fjarðabyggð og er verkið gert í samvinnu með Eistnaflugi og gestum þess.

Tónlist

Nýtt lag frá Emmsjé Gauta

Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti var að gefa út lagið HVAÐ ER AÐ FRÉTTA í dag. Það er mikið um að vera hjá Gauta í sumar en blaðamaður tók púlsinn á honum og fékk að heyra nánar frá því.

Tónlist

„Meira er meira“

Hljómsveitin Ultraflex var að senda frá sér glænýtt lag og tónlistarmyndband. Lagið ber nafnið Mi Vuoi og fá þær hér tónlistarkonuna Kuntessa til liðs við sig.

Tónlist

Klara í The Kardashians

Söngkonan Klara Elias hefur verið að gera öfluga hluti í tónlistarheiminum að undanförnu. Ásamt því að syngja Þjóðhátíðarlagið í ár og koma fram víða í sumar má heyra rödd Klöru syngja í nýjustu Kardashian raunveruleikaþáttunum. Blaðamaður fékk að taka púlsinn á Klöru og forvitnast um samstarfið við eina frægustu fjölskyldu í heimi.

Tónlist

Klara í fyrsta sæti íslenska listans

Söngkonan Klara Elias situr í fyrsta sæti íslenska listans þessa vikuna með Þjóðhátíðarlagið Eyjanótt. Lagið kom út 7. júní síðastliðinn og hefur óðfluga hækkað sig upp listann að undanförnu.

Tónlist

Tónlistarunnendur orðnir spenntir fyrir Þjóðhátíð

Söngkonan Klara Elias situr í fimmta sæti íslenska listans þessa vikuna með Þjóðhátíðarlagið Eyjanótt og hefur hækkað sig um tólf sæti frá því í síðustu viku. Nú eru tæpar fimm vikur í Þjóðhátíð og út frá hækkandi vinsældum lagsins má gera ráð fyrir því að tónlistarunnendur séu orðnir spenntir fyrir Þjóðhátíð.

Tónlist

Frumsýnir „The Flower Phallus“ á Vísi á morgun

Tónlistarkonan Salka Valsdóttir gengur undir listamannsnafninu neonme í nýju tónlistarverkefni. Á morgun sendir hún frá sér sitt fyrsta lag sem ber nafnið The Flower Phallus og mun hún frumsýna tónlistarmyndband sitt hér á Lífinu hjá Vísi klukkan 11:30.

Tónlist

Lizzo í fyrsta sæti: „Kominn tími til“

Söngkonan Lizzo trónir á toppi íslenska listans um þessar mundir með nýjasta lagið sitt About Damn Time. Lagið, sem hefur náð miklum vinsældum um allan heim, hefur hækkað sig upp listann á undanförnum vikum.

Tónlist

„Persónulegt og hrátt“

Íslenska rokkhljómsveitin Tragically Unknown var að senda frá sér lagið In Between í dag, á þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga. Hljómsveitin er skipuð þeim Helenu Hafsteinsdóttur, Oddi Mar Árnasyni og Þórgný Einari Albertssyni. Blaðamaður hafði samband við þau og fékk að heyra nánar frá nýja laginu.

Tónlist

Beyoncé tilkynnir næstu plötu sína

Beyoncé hefur tilkynnt næstu plötu sína, Renaissance, sem kemur út þann 29. júlí næstkomandi. Platan er sjöunda sóló-plata tónlistarkonunnar og sú fyrsta frá 2016 þegar hin mjög svo vinsæla Lemonade kom út.

Tónlist