Sport

„Ég bregst liðinu mínu þar og tek það á mig“

Sigursteinn Arndal var skiljanlega afar svekktur þegar hann mætti í viðtal strax eftir grátlegt tap FH gegn ÍBV nú í kvöld. Tapið þýðir að FH er úr leik í úrslitakeppninni og þarf að gera sumarfrí sér að góðu. ÍBV sópar sínu öðru einvígi í þessari úrslitakeppni og líta mjög vel út þessa stundina.

Handbolti

Um­fjöllun og við­töl: Valur - Sel­­­­foss 1-1 | Botn­liðið náði í stig gegn meisturunum

Íslandsmeistarar Vals tóku á móti Selfossi á Hlíðarenda í kvöld. Niðurstaða leiksins var 1-1 jafntefli. Bryndís Arna Níelsdóttir gerði mark Vals og Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir skoraði fyrir gestina. Bæði lið klífa upp töfluna með þessu jafntefli, Valur situr nú í 2. sæti en Selfoss færir sig upp af botninum og situr nú í 9. sæti deildarinnar.

Íslenski boltinn

Um­fjöllun, við­töl og myndir: FH - ÍBV 29-31 | Eyja­­menn mættu með sópinn í Krikann og eru komnir í úr­­slit

Þriðji leikur í undanúrslita einvígi FH og ÍBV fór fram í kvöld í Kaplakrika. ÍBV vann í æsispennandi framlengdum leik eftir vægast sagt mikla dramatík. Lokatölur í Kaplakrika urðu 29-31 fyrir ÍBV sem með sigrinum kláruðu þetta einvígi 3-0 og tryggðu farseðilinn í úrslitaeinvígið þar sem þeir mæta annað hvort Haukum eða Aftureldingu. 

Handbolti

Lundúna­liðin unnu stór­sigra

Chelsea og Arsenal unnu bæði stórsigra í ensku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Bæði lið eru enn í bullandi toppbaráttu en Englandsmeistarar Chelsea eiga leik til góða á Manchester United sem situr á toppi deildarinnar.

Enski boltinn

Samningslaus Díana: „Ég er sultu­slök“

Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, sagðist sultuslök og stolt af sínu liði er hún ræddi við Seinni bylgjuna eftir að ljóst var að Haukar væru dottnir úr leik í Olís-deild kvenna í handbolta. Liðið komst nokkuð óvænt alla leið í undanúrslit.

Handbolti

Fjórir Val­sarar í liði fyrsta fjórðungs Bestu deildarinnar

Strákarnir í Þungavigtinni gerðu upp fyrsta fjórðung í Bestu deild karla og völdu bestu menn og lið fjórðungsins. Þá var veikasti hlekkurinn einnig valinn. Víkingurinn Oliver Ekroth var bestur að mati strákanna og Hlynur Freyr Karlsson Valsari var valinn sá besti ungi eftir mikla samkeppni frá Ísaki Andra Sigurgeirssyni í Stjörnunni.

Íslenski boltinn