Lífið

Ráð­leggur fólki að færa föstu­dagspítsuna til sunnu­dags

Egill Einarsson, einkaþjálfari segir að það eigi ekki að vera leiðinlegt að koma sér í form. Allt snúist þetta um magn og hlutfall þess sem þú borðar. Hann segir föstudagspítsuhefð Íslendinga þó vera ákveðið vandamál og mælir frekar með því að fólk færi pítsuátið yfir á sunnudag.

Lífið

Byrja að kynna Matrix með pilluvali

Búið er að gera breytingar á heimasíðu Matrix kvikmyndanna í fyrsta sinn í nokkur ár. Það var gert í tilefni þess að sýna á fyrstu stiklu fjórðu myndarinnar úr söguheimi Wachowski systranna á fimmtudaginn.

Bíó og sjónvarp

Semur ambient í Bergen

Tónlistarmaðurinn og 80´s stjarnan Davíð Berndsen var að senda frá sér glænýtt og spikfeitt lag sem heitir  Lunar Terraforming. 

Albumm

Jón Viðar segir nýju Abbalögin klén

Hinn óttalausi gagnrýnandi og fræðimaður, Jón Viðar Jónsson, varpaði sprengju á Facebook nú í kvöld þegar hann lýsti því yfir að nýju Abbalögin væru léleg um leið og hann kallaði sænsku ofurstjörnurnar uppvakninga.

Lífið

Í ein­angrun í hjól­hýsi en tók þátt í heilsuátaki

Kyrrsetan og hreyfingarleysið reyndist Sif Sturludóttur mesta áskorunin þegar hún þurfti að vera í tíu daga einangrun eftir að hún greindist með Covid-19. Hún ákvað því á fjórða degi að hún skyldi nýta tímann og taka þátt í hreyfingaráskorun.

Lífið

Andhetjan úr „The Wire“ látin

Michael K. Williams, bandaríski leikarinn hvers stjarna reis hæst í þáttunum „The Wire“, fannst látinn í íbúð sinni í New York í dag. Hann var 54 ára gamall.

Lífið

Synti þvert yfir Kollafjörð á þrjóskunni

Sigurgeir Svanbergsson vann mikið þrekvirki á dögunum þegar hann synti frá Kjalarnesi að Bryggjuhverfi í Grafarvogi. Verkefnið var til styrktar Einstökum börnum – stuðningsfélagi barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Leiðin var 11,6 km og tók um níu klukkustundir.

Lífið

Túrtappi tryggði sigur í fyrsta ein­vígi Kviss

Fyrsti þáttur spurningaþáttarins Kviss fór fram á laugardaginn. Þar mættust Tindastóll og Þróttur í stórskemmtilegri viðureign. Lið Tindastóls skipa fjölmiðlamaðurinn og skemmtikrafturinn Auðunn Blöndal og leikkonan Vivian Ólafsdóttir. Lið Þróttar samanstendur af söngkonunni Bríeti og leikaranum Birni Hlyni.

Lífið

Settu grill ofan í matarborðið á pallinum

Matgæðingarnir Reynir Þór Róbertsson og Vilborg Ása Fossdal létu sérsmíða einstakt grill sem sett var ofan í miðjuna á matarborðinu á pallinum þeirra. Hjónin höfðu lengi látið sig dreyma um að vera með svona grillborð en létu á dögunum drauminn rætast.

Lífið