Lífið

Jákvæð skilaboð á erfiðum tíma

Fjöldi fólks mætti á Hótel Borg síðastliðið fimmtudagskvöld til að hlusta á uppbyggilegan boðskap sem er byggður á nýútkominni bók Maxine Gaudio, Ferðalagið að kjarna sjálfsins. Salka forlag gefur bókina út í íslenskri þýðingu Malínar Brand og að sögn Hildar Hermóðsdóttur, eiganda og framkvæmdastjóra Sölku, var stemningin góð.

Menning

Tjáir sig um plötu Radiohead

Jane Dyball, sem er háttsett hjá útgáfufyrirtæki Radiohead, Warner Chapell Music, hefur í hyggju að greina frá nýjum upplýsingum um útgáfu plötunnar In Rainbows á ráðstefnunni You Are In Control, sem hefst á Íslandi á morgun.

Tónlist

Tvenn verðlaun í Barcelona

Stuttmynd Daggar Mósesdóttur, Eyja, hlaut tvenn verðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Sitges í Barcelona. Dögg hlaut verðlaun fyrir bestu leikstjórnina og þeir Hilmar Örn Hilmarsson og Örn Eldjárn fyrir bestu tónlistina.

Bíó og sjónvarp

Kreppan kemur ekki við alla

Alheimskreppan virðist ekki koma við alla. Til dæmis hafa söngvarinn Robbie Williams og leikarinn Daniel Craig keypt sér ný glæsihýsi.

Lífið

Frikki Weiss býður Íslendingum í samstöðuhitting

„Það hrannast inn atvinnuumsóknir frá Íslendingum sem er hér í námi. Ég vildi að ég ætti fleiri staði svo ég gæti ráðið þá alla," segir Friðrik Weisshappel, veitingamaður á Laundromat Cafe í Kaupmannahöfn. Hann segir gjaldeyrisskrísuna hafa komið afar illa við Íslendinga í Danmörku, sem margir hverjir séu í áfalli vegna ástandsins.

Lífið

Skemmtanalöggan tekur við Concert

Atli Rúnar Hermannsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri umboðs- og viðburðastjórnunarfélagsins Concert. Félagið sem stofnað var árið 2000 er fyrir löngu orðið það þekktasta á sínu sviði hér á landi. Atli Rúnar hefur um áraraðir stjórnað skemmtanahaldi á mörgum af þekktustu skemmtistöðum landsins á sama tíma hann hefur rekið þá nokkra.

Lífið

Vildi leggja sitt af mörkum

Inga Björg Stefánsdóttir hefur skipulagt styrktartónleika fyrir Ellu Dís Laurens. Tónleikarnir verða haldnir í kvöld og kemur fjöldi þekktra listamanna fram.

Lífið

Frábærar viðtökur í New York

Ólöf Arnalds spilaði nýverið á þrennum tónleikum í New York. Tónlistarsjóðurinn Kraumur og íslenski konsúllinn í New York lögðu Ólöfu lið og ferðin tókst með eindæmum vel.

Tónlist

Fólkinu í blokkinni fagnað

Söngleikurinn Fólkið í blokkinni var frumsýndur í Borgarleikhúsinu á föstudagskvöld. Gestir kunnu vel að meta verkið og var aðstandenum vel fagnað að sýningu lokinni.

Menning

Chinese í nóvember

Fyrsta plata rokksveitarinnar Guns N"Roses í fimmtán ár, Chinese Democracy, er væntanleg í verslanir 23. nóvember.

Tónlist

Antony með nýja plötu

Stimamjúki risinn Antony hefur loks tilkynnt um næstu plötu. Hún heitir The Crying Light og á að koma út í janúar.

Tónlist

Lifandi hiphop

Tónlistarmaðurinn Jóhannes Birgir Pálmason, sem kallar sig Rain, er að gefa út sína fimmtu sólóplötu, No Strings Attached.

Tónlist

Gordon Brown er staurblindur

Þverrandi sjón Gordons Brown, forsætisráðherra Bretlands, er að verða áhyggjuefni aðstoðarfólks hans og fleiri samferðarmanna. Brown missti með öllu sjónina á öðru auganu í íþróttaslysi þegar hann var 16 ára.

Lífið

Ráðhús baðað í bleiku

Í kvöld kl. 19:10 var Ráðhúsið í Reykjavík baðað bleikum ljósum sem leika munu um Ráðhúsið alla helgina. Það er Krabbameinsfélag Íslands sem stendur fyrir þessum atburði og vill

Lífið

Gullbyssu úr góðkunnri Bond-mynd stolið

Skammbyssunni gullslegnu, sem Christopher Lee brá í hlutverki skúrksins Scaramanga í James Bond-myndinni The Man With The Golden Gun árið 1974, var stolið í gær úr hirslu í Hertfordshire-myndverinu í Borehamwood, norður af London.

Lífið

Sungið í tveggja tonna hátölurum í minningu Villa Vill

Mikið hefur verið lagt í hljóð- og myndbúnað fyrir þrenna tónleika til heiðurs Vilhjálmi Vilhjálmssyni, söngvara, sem haldnir verða í Laugardagshöll í kvöld og á morgun. Meðal annars hefur Sense, fyrirtæki Nýherja, komið fyrir hátölurum upp í loft við sviðið sem vega allt að því 2 tonn. Þá eru um 400 kg bassabox sitt hvoru megin við sviðið.

Lífið

Ekkert krepputal í beinni

Þátturinn Loga Bergmanns Eiðssonar „Logi í beinni" verður alls ekkert í beinni í kvöld. „Hann var tekinn upp í síðustu viku, vegna þess að við erum að mynda minningartónleika Vilhjálms Vilhjálmssonar í kvöld," segir Logi.

Lífið

Tælandi Katie Holmes - myndband

Leikkonan Katie Holmes sýndi á sér nýja hlið í gestahlutverki í bandarísku sjónvarpsþáttunum Eli Stone. Katie, sem er 29 ára gömul, setur upp hanska og dansar sjóðheitan seiðandi dans eins og meðfylgjandi linkur á myndskeiðið sýnir.

Lífið

Angelina Jolie gefur brjóst

Angelina Jolie segir í forsíðuviðtali við W tímaritið að hún hafi aldrei gert áætlanir um að eignast börn fyrr en hún kynntist Brad sem fékk hana til að skipta um skoðun.

Lífið

Britney opnar sig - myndband

„Svo mikið hefur gengið á undanfarin 2 - 3 ár og fólk veit fátt um mig sem ég vil að það viti. Ég lít til baka og hugsa: Ég er gáfuð manneskja. Hvað var ég eiginlega að hugsa," segir Britney.

Lífið

Krónan fellur en Arctic Trucks fer í útrás

Á Íslandi ríkir nánast efnahagslegt stríðsástand þar sem íslenska krónan er í frjálsu falli. Í öllum látunum eru hinsvegar að opnast gluggar fyrir íslensk fyrirtæki en eitt þeirra er jeppamiðstöðin Arctic Trucks. Fyrirtækið sérhæfir sig í því að breyta jeppum en þessa dagana er fyrirtækið að moka út breyttum jeppum til fjarlægra landa. Jeppi á vegum Arctic Trucks eru á leiðinni á suðurpólinn þar sem á að spóla og velta sér innan um mörgæsir og grýlukerti.

Lífið

Paris Hilton í forsetaframboð - myndband

Paris Hilton ætlar í forsetaframboð og fær feðgana Martin Sheen, sem fór með hlutverk forsetans í sjónvarpsþáttunum West Wing, og son hans, leikarann Charlie, sem fer með aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum Two and a Half Men með sér í nýtt myndband sem fer um internetið eins og eldur í sinu.

Lífið

Fólkið í blokkinni

Það er skammt stórra högga á milli hjá Ólafi Hauki Símonarsyni þessar vikurnar. Ný bók er væntanleg í prentsmiðjur næstu daga. Á föstudag var frumsýnt nýtt verk eftir hann sem byggist á ævibrotum Janis Joplin og á morgun frumsýnir Leikfélag Reykjavíkur á Stóra sviðinu nýjan söngleik Ólafs, Fólkið í blokkinni.

Menning

Seðlabankastjóra sagt upp

Þrátt fyrir slúðursögur undanfarinna daga um lífverði Geirs H. Haarde eru ráðamenn landsins greinlega ekki í neinu glerbúri. Að minnsta kosti átti listamaðurinn Snorri Ásmundsson ekki í miklum vandræðum með að komast að Geir á blaðamannafundi hans fyrir stundu, og afhenda honum bréf.

Lífið