Lífið

Ekkert krepputal í beinni

Þátturinn Loga Bergmanns Eiðssonar „Logi í beinni" verður alls ekkert í beinni í kvöld. „Hann var tekinn upp í síðustu viku, vegna þess að við erum að mynda minningartónleika Vilhjálms Vilhjálmssonar í kvöld," segir Logi.

Þátturinn var tekinn upp á föstudagskvöldið síðasta. Kannski eins gott fyrir skemmtiþátt, þar sem hljóðið í fólki var almennt betra í síðustu viku en nú. Gestir þáttarins í kvöld eru Magnús Scheving, Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri og tónlistamaðurinn KK.

Logi ætlar að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að lyfta brún landsmanna, og segir að kreppan verði ekkert rædd í þættinum. „Nei, það var svo lítil kreppa þegar þátturinn var tekinn upp," segir Logi kíminn.

Þátturinn verður á dagskrá stöðvar 2 klukkan 19.55 í kvöld






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.