Lífið

amiina endurgerir tónlist úr A Nightmare Before Christmas

Íslenska hljómsveitin amiina.
Íslenska hljómsveitin amiina.

Íslenska hljómsveitin amiina, ásamt hljómsveitunum Korn, Marilyn Manson og fleirum, flytja tónlist Danny Elfman á geisladisknum „Nightmare Revisited" sem er endurgerð tónlist úr myndinni A Nightmare Before Christmas.

Sólrún Sumarliðadóttir, meðlimur í amiinu, segir að Disney, sem gefur diskinn út, hafi haft samband í sumar og spurt hvort þær hefðu áhuga á að vera með. „Við vorum í miðju kafi að túra með Sigur Rós og höfðum því ekki nema nokkra daga til að sjóða þetta saman, mixa og senda svo út til Disney, en ákváðum samt að láta það gossa. Ekki hægt að missa af tækifærinu að vera í félagsskap með herra Manson... " segir Sólrún.

Ráðist var í útgáfu geisladisksins í tilefni af fimmtán ára afmæli meistaraverks Tim Burton, A Nightmare Before Christmas. Þá stendur til að frumsýna endurgerð af myndinni sjálfri í þrívídd, en það verkefni er ótengt endurútgáfu tónlistarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.