Ella Dís styrkt með veglegum tónleikum Atli Steinn Guðmundsson skrifar 12. október 2008 14:33 Ella Dís Laurens. Margt verður um dýrðir á tónleikum til styrktar Ellu Dísar Laurens, tveggja ára gamallar stúlku með sjálfsofnæmi sem Vísir hefur fjallað reglulega um síðan í fyrra. Það er Inga Björg Stefánsdóttir, tónmenntakennari við Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi sem hefur veg og vanda af skipulagningu tónleikana. „Nú viljum við bara fá fólk til að gleyma kreppunni og eiga notalega stund með frábærum listamönnum í Háskólabíói annað kvöld," segir Inga en tónleikarnir hefjast klukkan 20 annað kvöld í aðalsal bíósins. Fjöldi listamanna kemur fram á tónleikunum og gefa þeir allir vinnu sína. Má þar nefna Pál Óskar, Diddú, Magna, Pál Rósinkrans, Jóhann Friðgeir, Bryndísi Ásmundsdóttur, Selmu, Jóhönnu Vigdísi, Huldu Björk Garðarsdóttur, Sigríði Beinteinsdóttur, Þórunni Lárusdóttur, Valgerði Guðnadóttur, Stefán Stefánsson, Margréti Eir og fleiri og fleiri. Sárt að hún hafi áhyggjur af peningum líka Undirleikurinn er svo í höndum hljómsveitar Karls Olgeirssonar sem Inga ber mjög vel söguna og segir drifkraft hans með ólíkindum. „Eini tíminn sem hann hefur til að vinna í þessu er á nóttunni og hann gerir það," segir hún. „Manni finnst bara svo sárt að sjá að móðir Ellu Dísar þurfi að hafa áhyggjur af peningum líka ofan á allt annað," segir Inga sem rakst á frásögn móðurinnar, Rögnu Erlendsdóttur, á bloggsíðu hennar. Í athugasemdum á blogginu hafi svo einhver stungið upp á að halda styrktartónleika og Inga hafi ákveðið að demba sér beint í það verkefni. „Auglýsingastofan Pipar hefur líka verið alveg æðisleg. Ég talaði við Sigga Hlö sem er að vinna þar og þeir hönnuðu allar útgáfurnar af plakatinu alveg ókeypis," bætir Inga við. Eins hafi stjórnendur Háskólabíós komið mjög ríkulega á móts við hana og öll framkvæmdin einkennst hreinlega af gleði og jákvæðni. Miða á tónleikana má nálgast á midi.is og í miðasölunni í Háskólabíó. Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Laufey á landinu Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira
Margt verður um dýrðir á tónleikum til styrktar Ellu Dísar Laurens, tveggja ára gamallar stúlku með sjálfsofnæmi sem Vísir hefur fjallað reglulega um síðan í fyrra. Það er Inga Björg Stefánsdóttir, tónmenntakennari við Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi sem hefur veg og vanda af skipulagningu tónleikana. „Nú viljum við bara fá fólk til að gleyma kreppunni og eiga notalega stund með frábærum listamönnum í Háskólabíói annað kvöld," segir Inga en tónleikarnir hefjast klukkan 20 annað kvöld í aðalsal bíósins. Fjöldi listamanna kemur fram á tónleikunum og gefa þeir allir vinnu sína. Má þar nefna Pál Óskar, Diddú, Magna, Pál Rósinkrans, Jóhann Friðgeir, Bryndísi Ásmundsdóttur, Selmu, Jóhönnu Vigdísi, Huldu Björk Garðarsdóttur, Sigríði Beinteinsdóttur, Þórunni Lárusdóttur, Valgerði Guðnadóttur, Stefán Stefánsson, Margréti Eir og fleiri og fleiri. Sárt að hún hafi áhyggjur af peningum líka Undirleikurinn er svo í höndum hljómsveitar Karls Olgeirssonar sem Inga ber mjög vel söguna og segir drifkraft hans með ólíkindum. „Eini tíminn sem hann hefur til að vinna í þessu er á nóttunni og hann gerir það," segir hún. „Manni finnst bara svo sárt að sjá að móðir Ellu Dísar þurfi að hafa áhyggjur af peningum líka ofan á allt annað," segir Inga sem rakst á frásögn móðurinnar, Rögnu Erlendsdóttur, á bloggsíðu hennar. Í athugasemdum á blogginu hafi svo einhver stungið upp á að halda styrktartónleika og Inga hafi ákveðið að demba sér beint í það verkefni. „Auglýsingastofan Pipar hefur líka verið alveg æðisleg. Ég talaði við Sigga Hlö sem er að vinna þar og þeir hönnuðu allar útgáfurnar af plakatinu alveg ókeypis," bætir Inga við. Eins hafi stjórnendur Háskólabíós komið mjög ríkulega á móts við hana og öll framkvæmdin einkennst hreinlega af gleði og jákvæðni. Miða á tónleikana má nálgast á midi.is og í miðasölunni í Háskólabíó.
Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Laufey á landinu Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira